Þjóðverjar niðurlægðu Maradona og félaga - myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. júlí 2010 15:48 Miroslav Klose skorar fyrra mark sitt í leiknum. Nordic Photos / Getty Images Þýskaland er komið í undanúrslit á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Suður-Afríku eftir sannfærandi 4-0 sigur á Argentínu í fjórðungsúrslitum í dag. Þeir Thomas Müller, Miroslav Klose og Arne Friedrich skoruðu mörk Þýskalands í dag en Klose skoraði tvívegis. Hafi einhver efast um að þýska liðið sé heimsmeistaraefni sýndu þeir þýsku í dag að þeir geta unnið hvaða lið sem er. Þar með eru tvö af „heitustu" liðum keppninnar fallin úr leik - Argentína og Brasilía en síðarnefnda liðið tapaði fyrir Hollandi í gær. Þýskalandi mætir annað hvort Evrópumeisturum Spánar eða Paragvæ í undanúrslitum en þessi lið eigast við í kvöld. Leikurinn byrjaði með miklum látum en fyrsta kom strax á fyrstu mínútu. Bastian Schweinsteiger tók aukaspyrnu vinstra megin á kantinum og gaf boltann fyrir markið. Þar náði Thomas Müller að skalla boltann framhjá Sergio Romero markverði þó svo að snertingin hafi ekki verið mikil hjá Müller. Argentínumenn reyndu að koma sér inn í leikinn eftir þetta en það reyndist þeim erfitt að vinna bug á þýsku vörninni auk þess sem að Þjóðverjar voru stórhættulegir í skyndisóknum sínum. Klose komst nálægt því að skora annað mark Þjóðverja á 24. mínútu er hann skaut yfir mark Argentínu eftir laglegan undirbúning Müller. Lionel Messi sást varla í fyrri hálfleik en átti þó fáein skot að marki sem öll misstu marks. Argentínumenn sóttu nokkuð stíft undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess síðari. En allt kom fyrir ekki og á 68. mínútu tvöfölduðu Þjóðverjar forystu sína. Aftur var Müller í eldlínunni og átti hann sendingu á Lukas Podolski sem var kominn í frábært færi. En í stað þess að skjóta sjálfur gaf hann boltann fyrir á Klose sem þurfti bara að ýta honum yfir línuna af stuttu færi. Aðeins sex mínútum síðar gerði Þýskaland endanlega út um leikinn. Bastian Schweinsteiger náði að prjóna sig í gegnum vörnina og kom boltanum á Friedrich sem skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á ferlinum af stuttu færi. Klose fullkomnaði niðurlægingu Argentínu í leiknum á 89. mínútu leiksins með hans fjórtánda marki í úrslitakeppni HM frá upphafi. Hann afgreiddi knöttinn laglega í netið eftir glæsilega fyrirgjöf Mesut Özil. Hann lék sinn 100. landsleik í dag og hélt með viðeigandi hætti upp á þann áfanga í dag. Honum vantar nú aðeins eitt mark upp á að jafna markemet Brasilíumannsins Ronaldo sem skoraði fimmtán mörk í úrslitakeppni HM á sínum ferli. Óhætt er að segja að Argentínumenn hafi verið vankaðir eftir mark Müller í upphafi leiksins en svo endanlega slegnir í rot um miðbik þess síðari. Lionel Messi náði því ekki að skora í Suður-Afríku en hann var bæði markahæsti leikmaður spænsku úrvalsdeildarinnar í vetur sem og Meistaradeildar Evrópu. Hann átti heldur slæman dag í dag Það bar þó skugga á sigur Þjóðverja því markahetjan Müller fékk sína aðra áminningu í keppninni í dag og verður þar með í banni í undanúrslitunum. Samantekt úr leiknum má sjá með því að smella á Brot af því besta á HM-vef Vísis, undir liðnum VefTV. HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Sjá meira
Þýskaland er komið í undanúrslit á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Suður-Afríku eftir sannfærandi 4-0 sigur á Argentínu í fjórðungsúrslitum í dag. Þeir Thomas Müller, Miroslav Klose og Arne Friedrich skoruðu mörk Þýskalands í dag en Klose skoraði tvívegis. Hafi einhver efast um að þýska liðið sé heimsmeistaraefni sýndu þeir þýsku í dag að þeir geta unnið hvaða lið sem er. Þar með eru tvö af „heitustu" liðum keppninnar fallin úr leik - Argentína og Brasilía en síðarnefnda liðið tapaði fyrir Hollandi í gær. Þýskalandi mætir annað hvort Evrópumeisturum Spánar eða Paragvæ í undanúrslitum en þessi lið eigast við í kvöld. Leikurinn byrjaði með miklum látum en fyrsta kom strax á fyrstu mínútu. Bastian Schweinsteiger tók aukaspyrnu vinstra megin á kantinum og gaf boltann fyrir markið. Þar náði Thomas Müller að skalla boltann framhjá Sergio Romero markverði þó svo að snertingin hafi ekki verið mikil hjá Müller. Argentínumenn reyndu að koma sér inn í leikinn eftir þetta en það reyndist þeim erfitt að vinna bug á þýsku vörninni auk þess sem að Þjóðverjar voru stórhættulegir í skyndisóknum sínum. Klose komst nálægt því að skora annað mark Þjóðverja á 24. mínútu er hann skaut yfir mark Argentínu eftir laglegan undirbúning Müller. Lionel Messi sást varla í fyrri hálfleik en átti þó fáein skot að marki sem öll misstu marks. Argentínumenn sóttu nokkuð stíft undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess síðari. En allt kom fyrir ekki og á 68. mínútu tvöfölduðu Þjóðverjar forystu sína. Aftur var Müller í eldlínunni og átti hann sendingu á Lukas Podolski sem var kominn í frábært færi. En í stað þess að skjóta sjálfur gaf hann boltann fyrir á Klose sem þurfti bara að ýta honum yfir línuna af stuttu færi. Aðeins sex mínútum síðar gerði Þýskaland endanlega út um leikinn. Bastian Schweinsteiger náði að prjóna sig í gegnum vörnina og kom boltanum á Friedrich sem skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á ferlinum af stuttu færi. Klose fullkomnaði niðurlægingu Argentínu í leiknum á 89. mínútu leiksins með hans fjórtánda marki í úrslitakeppni HM frá upphafi. Hann afgreiddi knöttinn laglega í netið eftir glæsilega fyrirgjöf Mesut Özil. Hann lék sinn 100. landsleik í dag og hélt með viðeigandi hætti upp á þann áfanga í dag. Honum vantar nú aðeins eitt mark upp á að jafna markemet Brasilíumannsins Ronaldo sem skoraði fimmtán mörk í úrslitakeppni HM á sínum ferli. Óhætt er að segja að Argentínumenn hafi verið vankaðir eftir mark Müller í upphafi leiksins en svo endanlega slegnir í rot um miðbik þess síðari. Lionel Messi náði því ekki að skora í Suður-Afríku en hann var bæði markahæsti leikmaður spænsku úrvalsdeildarinnar í vetur sem og Meistaradeildar Evrópu. Hann átti heldur slæman dag í dag Það bar þó skugga á sigur Þjóðverja því markahetjan Müller fékk sína aðra áminningu í keppninni í dag og verður þar með í banni í undanúrslitunum. Samantekt úr leiknum má sjá með því að smella á Brot af því besta á HM-vef Vísis, undir liðnum VefTV.
HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Sjá meira