Þjóðverjar niðurlægðu Maradona og félaga - myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. júlí 2010 15:48 Miroslav Klose skorar fyrra mark sitt í leiknum. Nordic Photos / Getty Images Þýskaland er komið í undanúrslit á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Suður-Afríku eftir sannfærandi 4-0 sigur á Argentínu í fjórðungsúrslitum í dag. Þeir Thomas Müller, Miroslav Klose og Arne Friedrich skoruðu mörk Þýskalands í dag en Klose skoraði tvívegis. Hafi einhver efast um að þýska liðið sé heimsmeistaraefni sýndu þeir þýsku í dag að þeir geta unnið hvaða lið sem er. Þar með eru tvö af „heitustu" liðum keppninnar fallin úr leik - Argentína og Brasilía en síðarnefnda liðið tapaði fyrir Hollandi í gær. Þýskalandi mætir annað hvort Evrópumeisturum Spánar eða Paragvæ í undanúrslitum en þessi lið eigast við í kvöld. Leikurinn byrjaði með miklum látum en fyrsta kom strax á fyrstu mínútu. Bastian Schweinsteiger tók aukaspyrnu vinstra megin á kantinum og gaf boltann fyrir markið. Þar náði Thomas Müller að skalla boltann framhjá Sergio Romero markverði þó svo að snertingin hafi ekki verið mikil hjá Müller. Argentínumenn reyndu að koma sér inn í leikinn eftir þetta en það reyndist þeim erfitt að vinna bug á þýsku vörninni auk þess sem að Þjóðverjar voru stórhættulegir í skyndisóknum sínum. Klose komst nálægt því að skora annað mark Þjóðverja á 24. mínútu er hann skaut yfir mark Argentínu eftir laglegan undirbúning Müller. Lionel Messi sást varla í fyrri hálfleik en átti þó fáein skot að marki sem öll misstu marks. Argentínumenn sóttu nokkuð stíft undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess síðari. En allt kom fyrir ekki og á 68. mínútu tvöfölduðu Þjóðverjar forystu sína. Aftur var Müller í eldlínunni og átti hann sendingu á Lukas Podolski sem var kominn í frábært færi. En í stað þess að skjóta sjálfur gaf hann boltann fyrir á Klose sem þurfti bara að ýta honum yfir línuna af stuttu færi. Aðeins sex mínútum síðar gerði Þýskaland endanlega út um leikinn. Bastian Schweinsteiger náði að prjóna sig í gegnum vörnina og kom boltanum á Friedrich sem skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á ferlinum af stuttu færi. Klose fullkomnaði niðurlægingu Argentínu í leiknum á 89. mínútu leiksins með hans fjórtánda marki í úrslitakeppni HM frá upphafi. Hann afgreiddi knöttinn laglega í netið eftir glæsilega fyrirgjöf Mesut Özil. Hann lék sinn 100. landsleik í dag og hélt með viðeigandi hætti upp á þann áfanga í dag. Honum vantar nú aðeins eitt mark upp á að jafna markemet Brasilíumannsins Ronaldo sem skoraði fimmtán mörk í úrslitakeppni HM á sínum ferli. Óhætt er að segja að Argentínumenn hafi verið vankaðir eftir mark Müller í upphafi leiksins en svo endanlega slegnir í rot um miðbik þess síðari. Lionel Messi náði því ekki að skora í Suður-Afríku en hann var bæði markahæsti leikmaður spænsku úrvalsdeildarinnar í vetur sem og Meistaradeildar Evrópu. Hann átti heldur slæman dag í dag Það bar þó skugga á sigur Þjóðverja því markahetjan Müller fékk sína aðra áminningu í keppninni í dag og verður þar með í banni í undanúrslitunum. Samantekt úr leiknum má sjá með því að smella á Brot af því besta á HM-vef Vísis, undir liðnum VefTV. HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Í beinni: Athletic Bilbao - Barcelona | Meistararnir stimpla sig út United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjá meira
Þýskaland er komið í undanúrslit á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Suður-Afríku eftir sannfærandi 4-0 sigur á Argentínu í fjórðungsúrslitum í dag. Þeir Thomas Müller, Miroslav Klose og Arne Friedrich skoruðu mörk Þýskalands í dag en Klose skoraði tvívegis. Hafi einhver efast um að þýska liðið sé heimsmeistaraefni sýndu þeir þýsku í dag að þeir geta unnið hvaða lið sem er. Þar með eru tvö af „heitustu" liðum keppninnar fallin úr leik - Argentína og Brasilía en síðarnefnda liðið tapaði fyrir Hollandi í gær. Þýskalandi mætir annað hvort Evrópumeisturum Spánar eða Paragvæ í undanúrslitum en þessi lið eigast við í kvöld. Leikurinn byrjaði með miklum látum en fyrsta kom strax á fyrstu mínútu. Bastian Schweinsteiger tók aukaspyrnu vinstra megin á kantinum og gaf boltann fyrir markið. Þar náði Thomas Müller að skalla boltann framhjá Sergio Romero markverði þó svo að snertingin hafi ekki verið mikil hjá Müller. Argentínumenn reyndu að koma sér inn í leikinn eftir þetta en það reyndist þeim erfitt að vinna bug á þýsku vörninni auk þess sem að Þjóðverjar voru stórhættulegir í skyndisóknum sínum. Klose komst nálægt því að skora annað mark Þjóðverja á 24. mínútu er hann skaut yfir mark Argentínu eftir laglegan undirbúning Müller. Lionel Messi sást varla í fyrri hálfleik en átti þó fáein skot að marki sem öll misstu marks. Argentínumenn sóttu nokkuð stíft undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess síðari. En allt kom fyrir ekki og á 68. mínútu tvöfölduðu Þjóðverjar forystu sína. Aftur var Müller í eldlínunni og átti hann sendingu á Lukas Podolski sem var kominn í frábært færi. En í stað þess að skjóta sjálfur gaf hann boltann fyrir á Klose sem þurfti bara að ýta honum yfir línuna af stuttu færi. Aðeins sex mínútum síðar gerði Þýskaland endanlega út um leikinn. Bastian Schweinsteiger náði að prjóna sig í gegnum vörnina og kom boltanum á Friedrich sem skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á ferlinum af stuttu færi. Klose fullkomnaði niðurlægingu Argentínu í leiknum á 89. mínútu leiksins með hans fjórtánda marki í úrslitakeppni HM frá upphafi. Hann afgreiddi knöttinn laglega í netið eftir glæsilega fyrirgjöf Mesut Özil. Hann lék sinn 100. landsleik í dag og hélt með viðeigandi hætti upp á þann áfanga í dag. Honum vantar nú aðeins eitt mark upp á að jafna markemet Brasilíumannsins Ronaldo sem skoraði fimmtán mörk í úrslitakeppni HM á sínum ferli. Óhætt er að segja að Argentínumenn hafi verið vankaðir eftir mark Müller í upphafi leiksins en svo endanlega slegnir í rot um miðbik þess síðari. Lionel Messi náði því ekki að skora í Suður-Afríku en hann var bæði markahæsti leikmaður spænsku úrvalsdeildarinnar í vetur sem og Meistaradeildar Evrópu. Hann átti heldur slæman dag í dag Það bar þó skugga á sigur Þjóðverja því markahetjan Müller fékk sína aðra áminningu í keppninni í dag og verður þar með í banni í undanúrslitunum. Samantekt úr leiknum má sjá með því að smella á Brot af því besta á HM-vef Vísis, undir liðnum VefTV.
HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Í beinni: Athletic Bilbao - Barcelona | Meistararnir stimpla sig út United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjá meira