Erlent

Skriðdrekaflugskeyti skotið að húsi í Nörresundby

Skriðdrekaflugskeyti var skotið að húsi í Nörresundby skammt frá Álaborg í Danmörku í gærkvöldi.

Sá sem býr í húsinu, 44 ára gamall karlmaður, var þó ekki heima þegar þetta gerðist og flugskeytið hitti ekki húsið heldur lenti á kirkjugarðsvegg við hlið þess og engann sakaði.

Að sögn dönsku lögreglunnar er íbúinn í húsinu tengdur bæði Hells Angels og Bandidos mótorhjólagengjunum. Flugskeytisrörið fannst síðar um kvöldið í bíl sem búið var að kveikja í en bíllinn reyndist stolinn.

Lögreglan telur að flugskeytinu hafi verið stolið úr einhverri af birgðastöðvum danska hersins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×