Enski boltinn

Noble fékk botnlangakast

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mark Noble, til hægri, fagnar marki með Danny Gabbidon.
Mark Noble, til hægri, fagnar marki með Danny Gabbidon. Nordic Photos / Getty Images
Mark Noble, leikmaður West Ham, verður frá næsta mánuðinn eftir að hann fékk botnlangakast. Noble kvartaði undan magaverkjum á æfingu í gær og var botnlanginn fjarlægður í aðgerð síðar um daginn.

Þetta eru slæm tíðindi fyrir West Ham en annar miðvallarleikmaður, Thomas Hitzlsperger, hefur ekkert getað spilað með liðinu síðan hann kom til félagsins í haust.

Noble hefur verið í byrjunarliði West Ham í öllum leikjum liðsins á tímabilinu. Liðið er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins sex stig. Noble hefur skorað tvívegis á tímabilinu.

Jack Collison er einnig frá vegna meiðsla og þá er Kieron Dyer undir stöðugi eftirliti lækna vegna sinna meiðsla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×