Enski boltinn

Keane lánaður til Celtic

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Tottenham hefur loksins tekist að losa sig við framherja því Írinn Robbie Keane hefur samþykkt að spila með Celtic til loka leiktíðarinnar.

Spurs er þó ekki að selja Keane heldur er um lánssamning að ræða.

Búið er að loka félagaskiptaglugganum á Englandi en glugginn er opinn fram að miðnætti í Skotlandi og því gátu þessi félagaskipti gengið í gegn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×