Fyrsta íslenska stuttmyndin sem keppir í Feneyjum 6. september 2010 09:00 Katrín Ólafsdóttir fékk ekki styrk til að fylgja eftir stuttmynd sinni á kvikmyndahátíðina í Feneyjum. fréttablaðið/anton „Það er rosalega leiðinlegt að komast ekki út,“ segir Katrín Ólafsdóttir. Hún framleiðir stuttmyndina Líf og dauði Henry Darger sem er fyrsta íslenska stuttmyndin sem hefur verið valin á hina virtu kvikmyndahátíð á Feneyjum. Þar verður hún sýnd dagana 8. og 9. september en Katrín verður fjarri góðu gamni því henni tókst ekki fá styrk til að kynna myndina. „Ég er búin að fara á milli stofnana alla vikuna. Ég veit að landið er ekkert sérstaklega vel stætt en það væri gott að geta fylgt menningarverkefnum eftir út fyrir landssteinana,“ segir Katrín, sem kom alls staðar að lokuðum dyrum. „Við reyndum líka að fá styrk til að gera sýningareintök til að koma myndinni til Feneyja en það var ekki nokkur leið. Það var enginn sem vildi eða gat. Kvikmyndagerðin á Íslandi er svolítið íhaldssöm. Það væri gaman að færa hana út fyrir landamærin þar sem fólk gæti spurt sig: „Hvað er bíó?“. Sérstaklega í dag þar sem öll kvikmyndahúsin sýna tiltölulega venjulegar amerískar bíómyndir.“ Þess má geta að fólk getur styrkt verkefnið með því að leggja inn frjálst framlag á reikning 11175-05-763142, kennitala 620210-1100, merkt Feneyjar. Katrín hefur á ferli sínum leikstýrt stuttmyndunum Slurpinn & Co og Opaque. Hún hefur einnig unnið myndbandsverk með listakonunni Steinunni Gunnlaugsdóttur. Líf og dauði Henry Darger var tekin upp hér á landi fyrir tveimur árum í leikstjórn Frakkans Bertrand Mandico. Hún fjallar um mann sem gengur eftir frostlagðri auðn og veltir fyrir sér hversu langt hann eigi eftir ólifað. Hann fer á fund við bláa konu sem segir honum að hann eigi tvo tíma eftir ólifaða. Katrín kynntist leikstjóranum Mandico á þróunar- og kynningarráðstefnunni Torino Film Lab, þar sem spennandi kvikmyndaverkefni eru kynnt. „Við gerðum myndina fyrir enga peninga. Það gaf okkur frelsi til að gera myndina nákvæmlega eins og við vildum hafa hana,“ segir hún um Líf og Dauða Henry Darger. Harpa Arnardóttir og Karl Guðmundsson leika aðalhlutverkin og Tómas Lemarquis er sögumaður. „Við höfum sett okkur það verkefni að gera eina stuttmynd á ári á Íslandi næstu tuttugu árin. Við viljum taka upp á Reykjanesi svo framarlega sem álbrjálæðingarnir verða ekki búnir að leggja svæðið undir sig,“ segir Katrín. „Það verður mjög áhugavert að sjá breytingarnar á svæðinu af manna og stóriðjuvöldum.” Hver mynd mun standa sem sjálfstætt verk en eftir að tökum á þeim öllum verður lokið verða þær klipptar saman og gerð úr þeim ein mynd í fullri lengd. Líf og dauði Henry Darger verður sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst 23. september, og þar verður leikstjórinn Mandico á meðal gesta. freyr@frettabladid.is Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
„Það er rosalega leiðinlegt að komast ekki út,“ segir Katrín Ólafsdóttir. Hún framleiðir stuttmyndina Líf og dauði Henry Darger sem er fyrsta íslenska stuttmyndin sem hefur verið valin á hina virtu kvikmyndahátíð á Feneyjum. Þar verður hún sýnd dagana 8. og 9. september en Katrín verður fjarri góðu gamni því henni tókst ekki fá styrk til að kynna myndina. „Ég er búin að fara á milli stofnana alla vikuna. Ég veit að landið er ekkert sérstaklega vel stætt en það væri gott að geta fylgt menningarverkefnum eftir út fyrir landssteinana,“ segir Katrín, sem kom alls staðar að lokuðum dyrum. „Við reyndum líka að fá styrk til að gera sýningareintök til að koma myndinni til Feneyja en það var ekki nokkur leið. Það var enginn sem vildi eða gat. Kvikmyndagerðin á Íslandi er svolítið íhaldssöm. Það væri gaman að færa hana út fyrir landamærin þar sem fólk gæti spurt sig: „Hvað er bíó?“. Sérstaklega í dag þar sem öll kvikmyndahúsin sýna tiltölulega venjulegar amerískar bíómyndir.“ Þess má geta að fólk getur styrkt verkefnið með því að leggja inn frjálst framlag á reikning 11175-05-763142, kennitala 620210-1100, merkt Feneyjar. Katrín hefur á ferli sínum leikstýrt stuttmyndunum Slurpinn & Co og Opaque. Hún hefur einnig unnið myndbandsverk með listakonunni Steinunni Gunnlaugsdóttur. Líf og dauði Henry Darger var tekin upp hér á landi fyrir tveimur árum í leikstjórn Frakkans Bertrand Mandico. Hún fjallar um mann sem gengur eftir frostlagðri auðn og veltir fyrir sér hversu langt hann eigi eftir ólifað. Hann fer á fund við bláa konu sem segir honum að hann eigi tvo tíma eftir ólifaða. Katrín kynntist leikstjóranum Mandico á þróunar- og kynningarráðstefnunni Torino Film Lab, þar sem spennandi kvikmyndaverkefni eru kynnt. „Við gerðum myndina fyrir enga peninga. Það gaf okkur frelsi til að gera myndina nákvæmlega eins og við vildum hafa hana,“ segir hún um Líf og Dauða Henry Darger. Harpa Arnardóttir og Karl Guðmundsson leika aðalhlutverkin og Tómas Lemarquis er sögumaður. „Við höfum sett okkur það verkefni að gera eina stuttmynd á ári á Íslandi næstu tuttugu árin. Við viljum taka upp á Reykjanesi svo framarlega sem álbrjálæðingarnir verða ekki búnir að leggja svæðið undir sig,“ segir Katrín. „Það verður mjög áhugavert að sjá breytingarnar á svæðinu af manna og stóriðjuvöldum.” Hver mynd mun standa sem sjálfstætt verk en eftir að tökum á þeim öllum verður lokið verða þær klipptar saman og gerð úr þeim ein mynd í fullri lengd. Líf og dauði Henry Darger verður sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst 23. september, og þar verður leikstjórinn Mandico á meðal gesta. freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira