Enski boltinn

Valencia gæti snúið aftur í febrúar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, greindi frá því í gær að vængmaðurinn Antonio Valencia gæti snúið aftur í lok febrúar.

Fastlega var búist við því að Valencia myndi missa af öllu tímabilinu eftir að hann fótbrotnaði illa gegn Rangers í Meistaradeildinni.

"Það er aldri hægt að vera 100 prósent viss í þessum málum en við erum að stefna á að hann komi aftur í lok febrúar. Það er mun betra en við gerðum ráð fyrir," sagði Ferguson.

Aðgerð leikmannsins gekk mjög vel og Ferguson er fullviss að leikmaðurinn muni verða jafn góður og áður.

"Brotið var hreint sem hjálpar til. Þetta er líka sterkur strákur með jákvætt viðhorf. Það hjálpar líka til."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×