Enski boltinn

Joe Cole frá í tvær vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joe Cole í leik með Liverpool.
Joe Cole í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Það hefur nú verið staðfest að Joe Cole mun ekki spila með Liverpool gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Cole meiddist í sigri Liverpool á Bolton um helgina og missir því af leiknum gegn sínu gamla félagi. Hann verður alls frá í tvær vikur.

Hann er tognaður á vöðva aftan á læri en Roy Hodgson vonar að hann muni jafna sig fljótt og vel.

Cole hefur verið nokkuð gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með Liverpool í haust en Hodgson segir að hann leggi sig allan fram.

„Hann er gríðarlega duglegur og vill standa sig vel með félaginu. Hann er mjög hæfileikaríkur leikmaður en við höfum ekki enn séð hans bestu hliðar."

„Hann á meira inni og hann veit það best sjálfur," sagði Hodgson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×