Fótbolti

Dunga afar ósáttur við rauða spjaldið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kaká gengur hér af velli í leiknum.
Kaká gengur hér af velli í leiknum.

Dunga, landsliðsþjálfari Brasilíu, er rétt eins og flestir Brasilíumenn afar ósáttur við rauða spjaldið sem Kaká fékk í leiknum gegn Fílabeinsströndinni. Dunga segir spjaldið hafa verið mjög ósanngjarnt.

Kader Keita virtist hlaupa utan i öxlina á Kaká og brást við með því að grípa um andlitið á sér. Dómarinn gekk í gildruna og gaf Kaká sitt annað gula spjald í leiknum. Afar döpur framkoma hjá Keita.

"Leikmaðurinn sem braut af sér sleppur við gula spjaldið. Það er vel af sér vikið og ég óska honum til hamingju með það," sagði Dunga en Kaká verður ekki með liðinu sínu í lokaleiknum gegn Portúgal á föstudag.

"Þetta var afar ósanngjarn dómur. Það var brotið á Kaká og síðan var honum refsað. Þetta var harður leikur og það var mikið brotið á okkur. Við sem höfum áhuga á fallegum fótbolta krefjumst þess að dómarinn stýri leiknum. Ég var ekki sáttur við hans frammistöðu í þessum leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×