Enski boltinn

West Ham að landa Benni McCarthy

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar

Framherjinn Benni McCarthy virðist vera búinn að ná samkomulagi við úrvalsdeildarlið West Ham United samkvæmt, Sunday Times. Samningur hans mun gilda næsta tvö og hálfa árið.

Reiknað er með að félagsskiptin munu ganga í gegn fyrir þriðjudag er West Ham mætir Portsmouth í ensku úrvaldsdeildinni og að öllum líkindum verður Benni McCarthy mættur þá í slaginn með Hömrunum.

McCarthy hefur ekki verið í náðinni hjá þjálfara Blackburn, Sam Allardyce, og aðeins verið sjö sinnum í byrjunarliðinu í vetur.

Bæði Everton og Celtic hafa sýnt McCarthy áhuga en nú virðist sem hann hafi samið við West Ham og yfirgefi Blackburn á næstu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×