Enski boltinn

Viljum vinna Man. Utd fyrir stuðningsmennina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Spænski framherjinn Fernando Torres er orðinn mjög spenntur fyrir leiknum gegn Man. Utd um helgina. Hann segist hafa mikinn skilning á því hvað þessi leikur skipti miklu máli fyrir stuðningsmennina.

"Þessi leikur skiptir þá öllu máli. Þarna mætast tvö sigursælustu félög landsins og ég veit það hefur ekki verið auðvelt fyrir okkar stuðningsmenn að fylgjast með góðu gengi United síðustu árin," sagði Torres.

"Við erum samt með frábært lið og frábæran stjóra. Við vonumst til þess að færa stuðningsmönnum okkar titil á þessu ári. Við viljum líka leggja Man. Utd af velli fyrir stuðningsmennina."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×