Enski boltinn

Robbie Keane hugsanlega á leið frá Tottenham til West Ham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robbie Keane.
Robbie Keane. Mynd/AFP
Daily Mail segir frá því að Robbie Keane sé hugsanlega á leiðinni frá Tottenham til West Ham eftir að Eiður Smári Guðjohnsen kom í dag til liðsins á láni.

Eiður Smári valdi Tottenham frekar en West Ham en bæði félög vildu fá hann að láni frá Mónakó. West Ham gæti hinsvegar fengið Keane í staðinn samkvæmt heimildum Daily Mail.

Með komu Íslendingsins auk fárra tækifæra sem Keane hefur fengið á tímabilinu er erfitt að sjá það að Robbie Keane fái mikið að spila með Tottenham-liðinu á næstu vikum.

Auk Eiðs Smára er Keane í samkeppni við Jermain Defoe, Peter Crouch og Roman Pavlyuchenko um sæti í sóknarlínu Spurs.

Tottenham hafnaði í dag átta milljóna punda tilboði Birmingaham í Rússann Roman Pavlyuchenko.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×