Enski boltinn

Lampard ætlar sér alltaf að skora 20 mörk á hverju tímabili

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frank Lampard fagnar einu marka sinna í vetur.
Frank Lampard fagnar einu marka sinna í vetur. Mynd/AFP

Frank Lampard, miðjumaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, hefur sett sér það markmið að skora 20 mörk fyrir liðið á þessu tímabili. Lampard skoraði tvö mörk í 3-0 sigri á Birmingham á miðvikudaginn og er kominn með þrettán mörk á leiktíðinni.

Frank Lampard lenti í algjörri markaþurrð fyrr á tímabilinu þegar hann lék tíu leiki í röð án þess að skora en hefur fundið skotskónna á nýja árinu.

„Þú lendir alltaf af því að skora ekki í einhvern tíma og svo á móti koma tímar þar sem allt fer inn. Þegar ekkert gekk hjá mér einbeitti ég mér af því að æfa vel og æfa skotin," segir Lampard.

„Ég hef sett mér það markmið að skora tuttugu mörk á tímabili og vonandi næ ég því aftur núna," sagði Lampard og bætti við:

Frank Lampard hefur náð því að skora 20 mörk undanfarin fjögur tímabilið og tímabilið á undan því (2004-05) endaði hann með 19 mörk.

„Ég er kominn með þrettán mörk núna og ég verð mjög ánægður ef að ég get hjálpað liðinu og náð því að skora tuttugu mörk," sagði Lampard.

Chelsea mætir Burnley í ensku úrvalsdeildinni á morgun og getur þar náð í fjögurra stiga forskot á Manchester United á toppnum því United spilar ekki fyrr á sunnudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×