Fótbolti

Blatter biðst afsökunar á ummælum um samkynhneigða

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla um samkynhneigða í tengslum við HM sem haldið verður í Katar árið 2022.

FIFA hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að velja Katar sem vettvang heimsmeistarakeppninnar, meðal annars vegna þessa að samkynhneigð er bönnuð með lögum í landinu.

Blatter sagði þá að samkynhneigðir knattspyrnuáhugamenn sem ætli sér að fara til Katar ættu að þá að sleppa því að stunda kynlíf rétt á meðan.

„Það var aldrei ætlun mín og verður heldur aldrei að stuðla að einhvers konar misrétti," sagði Blatter. „Ef ég særði einhvern þá finnst mér það leitt og ég bið viðkomandi afsökunar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×