Fótbolti

Didier Drogba í byrjunarliðinu á móti Brasilíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Didier Drogba fær skilaboð frá Sven-Göran Eriksson áður en hann kom inn á móti Portúgal.
Didier Drogba fær skilaboð frá Sven-Göran Eriksson áður en hann kom inn á móti Portúgal. Mynd/AP
Það er ekki að heyra annað á Sven-Göran Eriksson, þjálfara Fílabeinsstrandarinnar, en að hann ætli að setja Didier Drogba í byrjunarliðið sitt í leiknum á móti Brasilíu á sunnudaginn.

Didier Drogba braut bein í olnboga aðeins tíu dögum fyrir fyrsta leik liðsins á HM en kom engu að síður inn á sem varamaður í markalausa jafnteflinu á móti Portúgal á þriðjudaginn. Drogba fékk leyfi frá FIFA til þess að vera með sérstaka hlíf.

„Ekki láta það koma ykkur á óvart ef að Didier Drogba byrji leikinn á móti Brasilíu," sagði sænski þjálfarinn í viðtali á heimasíðu knattspyrnusambands Fílabeinsstrandarinnar.

„Hann sýndi mikilvægi sitt síðustu 25 mínúturnar á móti Portúgal og er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkar lið. Heilsan hans hefur batnað mikið síðustu daga," sagði Sven-Göran Eriksson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×