Fótbolti

Inter komið í úrslit á HM félagsliða

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stankovic fagnar marki sínu.
Stankovic fagnar marki sínu.

Rafa Benitez þarf ekki að óttast um starf sitt hjá Inter í dag því það er komið í úrslitaleikinn í heimsmeistarakeppni félagsliða eftir öruggan sigur, 3-0, á Seongnam Chunma frá Suður-Kóreu í kvöld. Leikið var í Abu Dhabi.

Dejan Stankovic kom Inter yfir strax á 2. mínútu og Javier Zanetti bætti öðru marki við á 31. mínútu.

Það var síðan Diego Milito sem gulltryggði sigurinn á 73. mínútu. Inter mætir liði frá Afríku í úrslitaleiknum.

Forseti Inter, Massimo Moratti, lagði mikla áherslu á að Inter myndi vinna þessa keppni og Benitez mun tryggja stöðu sína hjá félaginu takist Inter að klára dæmið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×