Enski boltinn

Ferguson: Leikmenn í dag eins og smábörn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, stjóri United.
Alex Ferguson, stjóri United. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur svarað ummælum Danny Murphy, leikmanns Fulham, á afar einfaldan en skýran máta.

Murphy sagði á ráðstefnu í London í síðasta mánuði að leikmenn væru stundum of grófir og að sökin lægi að hluta til hjá knattspyrnustjórum liðanna.

Murphy sagði að stjórar eins og Mick McCarthy, Sam Allardyce og Tony Pulis væru duglegir að trekkja leikmenn upp fyrir leik og senda þá bandbrjálaða inn á völlinn.

Margir knattspyrnustjórara brugðust illa við þessum ummælum og nú hefur Alex Ferguson bæst í þann hóp.

„Leikmenn í dag eru eins og smábörn. Þegar ég var að spila þurfti að höggva einhvern með handöxi til að fá áminningu," sagði Ferguson.

Svo mörg voru þau orð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×