Enski boltinn

Óvænt úrslit í enska bikarnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik Crystal Palace og Wolves í kvöld.
Úr leik Crystal Palace og Wolves í kvöld.

Notts County og Crystal Palace komust óvænt áfram í ensku bikarkeppninni í kvöld er þau lögðu andstæðinga úr ensku úrvalsdeildinni.

Notts County vann útisigur á Wigan, 0-2. Stephen Hunt skoraði fyrra mark Notts County en síðara markið var sjálfsmark.

Crystal Palace skellti síðan Úlfunum, 3-1, þar sem Danny Butterfield skoraði öll þrjú mörk Palace.

Karl Henry gerði eina mark Wolves á lokamínútu leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×