Enski boltinn

Robinho: Stefni á að dvelja lengi hjá Santos

Ómar Þorgeirsson skrifar
Robinho kemur á Vila Belmiro-leikvanginn á sunnudag.
Robinho kemur á Vila Belmiro-leikvanginn á sunnudag. Nordic photos/AFP

Brasilíumaðurinn Robinho var kynntur með pomp og prakt fyrir stuðningsmönnum Santos um helgina eftir að hafa gengið til liðs við félagið á sex mánaða lánssamningi frá Manchester City.

Robinho kom með þyrlu á Vila Belmiro-leikvanginn ásamt knattspyrnugoðsögninni Pele sem gerði garðinn frægann með Santos á sínum tíma en Robinho tilkynnti að tilefninu að hann hefði alls ekki í hyggju að stoppa stutt við hjá brasilíska félaginu.

„Ég stefni á að dvelja lengi hér hjá Santos. Ef að forseti félagsins við lengja dvöl mína í einhver fjögur ár þá yrði það frábært," sagði hinn 26 ára gamli landsliðsmaður Brasilíu sem kom til City á 32,5 milljónir punda frá Real Madrid í september árið 2008.

Robinho er talinn vera með um 160 þúsund pund á viku en Santos mun greiða laun hans á meðan á lánstímanum stendur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×