Enski boltinn

Sol Campbell er tilbúinn í baráttuna við Rooney

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sol Campbell er tilbúinn í að stoppa hinn sjóðheita Wayne Rooney.
Sol Campbell er tilbúinn í að stoppa hinn sjóðheita Wayne Rooney. Mynd/AFP

Sol Campbell verður líklega í aðalhlutverki í öftustu varnarlínu Arenal þegar liðið mætir Manchester United á Old Trafford í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Campbell þarf þá að hafa gætur á markahæsta leikmenni deildarinnar, Wayne Rooney, sem hefur skorað 19 mörk í 22 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Hinn 35 ára gamli Sol Campbell er nýkominn aftur til Arsenal en hann verður í liðinu þar sem að Thomas Vermaelen meiddist í síðasta leik liðsins.

„Rooney er aðalmaðurinn hjá United og það er alltaf von á því að hann poppi upp og skapi hættu. Það þarf alltaf að fylgjast vel með honum því hann er fljótur að nýta sér sína möguleika," segir Sol Campbell.

„Þetta verður krefjandi verkefni og næstu tvær vikur munu eins ráða miklu um uppskeruna í vor. Við verðum að ná í stig á þessum tveimur vikum," sagði Campbell en Arsenal mætir þá Manchester Unitred, Chelsea og Liverpool.

„Það væri frábært að fá að vera með í svona stórum leik. Þetta ræður ekki útkomu tímabilsins en úrslit leiksins munu samt hafa einhver áhrif," sagði Campbell og bætti við:

„Ég veit ekki hvort ég fái að vera með en ég er búinn að æfa vel í langan tíma og verð því tilbúinn ef kallið kemur," sagði Campbell.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×