Enski boltinn

Tevez gæti spilað um helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlos Tevez í leik með City.
Carlos Tevez í leik með City. Nordic Photos / Getty Images

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, vill ekki útiloka að Carlos Tevez geti spilað með liðinu gegn West Brom í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Tevez hefur dvalið í Argentínu síðustu daga á meðan hann hefur verið að jafna sig á meiðslum sem hann varð fyrir í tapleiknum gegn Arsenal í síðasta mánuði.

City tapaði svo næsta leik á eftir, fyrir Wolves, og Tevez mun einnig missa af leik City gegn Lech Poznan í Evrópudeildinni í kvöld.

Tevez er þó væntanlegur aftur til Manchester í dag og segir Mancini að svo gæti farið að hann gæti spilað með liðinu um helgina.

„Ef hann er í lagi þá getur verið að hann verði með. Það verður allavega óhjákvæmilegt að gera einhverjar breytingar á liðinu fyrir þann leik enda ómögulegt að spila á þriggja daga fresti með sömu leikmennina," sagði Mancini við enska fjölmiðla í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×