Enski boltinn

Wenger: Erfitt að kyngja þessu

Elvar Geir Magnússon skrifar

Arsène Wenger, stjóri Arsenal, segir erfitt að kyngja því að liðið tapaði fyrir Chelsea. Að hans mati var Arsenal betra liðið í leiknum. Chelsea vann 2-0 og komu bæði mörkin snemma.

„Þessu er erfitt að kyngja, við vorum betra liðið en fengum ekkert úr leiknum. Chelsea varðist vel til síðustu mínútu svo þeir eiga skilið hrós," sagði Wenger sem vill ekki útiloka titilvonir þrátt fyrir tapið.

„Við erum í erfiðri stöðu en munum berjast til síðasta dags tímabilsins. Öll liðin geta tapað stigum. Við stefnum á að vinna næsta leik og sjáum svo til hvar við stöndum eftir það."

Arsenal á heimaleik gegn Liverpool á miðvikudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×