Enski boltinn

Tevez útilokar ekki að fara frá Englandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlos Tevez í leik með City.
Carlos Tevez í leik með City. Nordic Photos / Getty Images

Carlos Tevez, leikmaður Manchester City, segir að það gæti verið að hann hætti að spila með Manchester City og fari frá Englandi.

City mun vera reiðubúið að bjóða fyrirliða sínum fimm ára samning sem myndi tryggja honum 250 þúsund pund í vikulaun til að vera áfram.

Tevez hefur ítrekað verið sagður þjást af heimþrá. „Hætta í ensku úrvalsdeildinni? Það er mögulegt, en ég er ekki með neina ákveðna dagsetningu í huga."

Búist er við því að Tevez verði orðinn klár í slaginn þegar að City mætir Manchester United á miðvikudaginn kemur.

Tevez hefur skorað 30 mörk í 44 leikjum með City síðan hann kom til félagsins frá United.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×