Fótbolti

Webb fær ekki að dæma í fjórðungsúrslitunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Howard Webb ræðir við Gilberto Silva.
Howard Webb ræðir við Gilberto Silva. Nordic Photos / Getty Images

Síðasta von Englendinga á HM í Suður-Afríku, dómarinn Howard Webb, fær ekki að dæma leik í fjórðungsúrslitum keppninnar.

Enskir fjölmiðlar segja að þetta mikil vonbrigði fyrir Webb enda talið að sá dómari sem stendur sig best í leikjum fjórðungsúrslitanna fái að dæma sjálfan úrslitaleik keppninnar.

Jack Taylor var síðasti enski dómarinn til að dæma úrslitaleik HM en það gerði hann árið 1974.

Það er þó ekki öll nótt úti enn. Webb kemur enn til greina og líkur hans aukast ef tvö lið frá Suður-Ameríku komast í úrslitaleikinn.

Þessir dæma leikina í fjórðungsúrslitunum:

Úrúgvæ - Gana: Olegario Benquerenca, Portúgal

Holland - Brasilía: Yuichi Nishimura, Japan

Argentína - Þýskaland: Ravshan Irmatov, Úsbekistan

Paragvæ - Spánn: Carlos Batres, Gvatemala






Fleiri fréttir

Sjá meira


×