Fótbolti

Chile skoraði bara eitt í öruggum sigri á Hondúras

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Leikmenn Chile fagna markinu í dag.
Leikmenn Chile fagna markinu í dag. AFP
Chile vann góðan sigur á Hondúras í fyrsta leik HM í dag. Leikmenn Chile náðu á einhvern ótrúlegan hátt að skora aðeins eitt mark gegn slöku liði Hondúras.

Chile sótti vel frá byrjun, aukaspyrna þeirra eftir tvær mínútur fór rétt yfir og markmaður Hondúras þurfti að vera vel vakandi allan leikinn.

Eina markið kom í seinni hálfleik, það skoraði Jean Beausejour. Eftir góða sókn upp hægri kantinn var boltinn sendur inn í teiginn þar sem varnarmaður hondúras ætlaði að hreinsa en hann þrumaði boltanum í Beausejour og inn.

Chile var miklu meira með boltann og fór illa að ráði sínu nokkrum sinnum. Það leit vel út í leiknum og hefði hæglegað geta skorað nokkur mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×