Enski boltinn

Toivonen ekki á leið til Liverpool í janúar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Svíinn Ola Toivonen, leikmaður PSV í Hollandi, á ekki von á því að hann fari til Liverpool nú í janúar næstkomandi.

Toivonen var orðaður við Liverpool nú í sumar og var talið líklegt að félagið myndi reyna að fá hann þegar félagaskiptaglugginn opnar um áramótin.

„Ég verð áfram hjá PSV. Við erum að missa Affelay til Barcelona og ég á ekki von á því að ég sé að fara neitt," sagði Toivonen við sænska fjölmiðla.

„Ég veit af því að það er verið að fylgjast með mér í hverjum einasta leik og því eðlilegt að sögusagnir fari af stað."

„Ég veit svo ekki hvað gerist í sumar. Aðalmálið er að spila eins mikið og mögulegt er og það væri frábært að vinna meistaratitilinn með PSV."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×