Fótbolti

Kempes varði með hendi á línu 1978 líkt og Suarez (Myndband)

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Mario Kempes.
Mario Kempes. AFP
Argentínumaðurinn Mario Kempes og Úrúgvæjinn Luis Suarez eiga eitt merkilegt sameiginlegt. Þeir vörðu báðir boltann með hendi í lokakeppni HM og andstæðingurinn klúðraði víti í kjölfarið

Eins og margfrægt er orðið varði Suarez með hendi gegn Gana á lokasekúndum framlengingarinnar í 8-liða úrslitunum. Asamoah Gyan klúðraði vítinu og Úrúgvæ vann svo eftir vítaspyrnukeppnina.

Árið 1978 skoraði Kempes í milliriðli í leik Argentínu og Póllands. Þetta var fyrsti leikurinn í milliriðlinum.

Skömmu síðar fengu Pólverjar aukaspyrnu og eftir hana kom skot að marki. Kempes gerði sér þá lítið fyrir og henti sér á eftir boltanum og varði á slíkan hátt að markmaður hefði verið stoltur af. Hann fékk ekki rautt spjald en í þá daga tíðkaðist aðeins að gefa spjöld fyrir tæklingar.

Pólverjar tóku vítið og gátu jafnað en Ubaldo Fillol varði vítið.

Hérna má sjá myndband af atvikinu.

Kempes skoraði svo aftur og tryggði Argentínu 2-0 sigur. Pólverjar komust ekki upp úr riðlinum en Argentína vann riðilinn og spilaði til úrslita. Þar skoraði Kempes tvisvar gegn Hollandi og endaði sem markakóngur keppninnar með sex mörk.

Þess má geta að Argentína fékk einnig háttvísisverðlaun frá FIFA.


Tengdar fréttir

Suarez: Ég á nú hönd Guðs

Luiz Suarez segist hafa nú tekið við „hönd Guðs“ eftir að hafa átt ríkan þátt í að koma Úrúgvæ í undanúrslit HM í Suður-Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×