Fótbolti

Suarez: Ég á nú hönd Guðs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Luis Suarez gat leyft sér að fagna eftir leikinn í gær.
Luis Suarez gat leyft sér að fagna eftir leikinn í gær. Nordic Photos / AFP
Luiz Suarez segist hafa nú tekið við „hönd Guðs" eftir að hafa átt ríkan þátt í að koma Úrúgvæ í undanúrslit HM í Suður-Afríku.

Suarez varði boltann með höndunum á marklínu í uppbótartíma framlengingarinnar í leik Úrúgvæ og Gana í fjórðungsúrslitum HM í gær.

Víti var dæmt og Suarez fékk vitanlega að líta rauða spjaldið. Asamoah Gyan skaut hins vegar í slá og réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni þar sem Úrúgvæ hafði betur.

Diego Maradona sagðist hafa skorað með hönd Guðs þegar hann skoraði eitt frægasta mark allra tíma í leik gegn Englandi á HM í Mexíkó árið 1986.

„Þetta hefði þýtt endalok heimsmeistarakeppninnar fyrir okkur. Ég átti engra annarra kosta völ," sagði Suarez. „Það er ég sem á hönd Guðs núna."

„Ég gerði þetta svo að liðsfélagarnir mínir kæmust í vítaspyrnukeppnina. Það var svo mikil gleði þegar ég sá að Gyan misnotaði vítaspyrnuna."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×