Enski boltinn

Hodgson enn vongóður um að Cole spili

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roy Hodgson, stjóri Liverpool.
Roy Hodgson, stjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Roy Hodgson, stjóri Liverpool, neitar að trúa því að Joe Cole geti ekki spilað með liðinu gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi.

Í gær var greint frá því á heimasíðu Liverpool að Cole yrði frá í tvær vikur þar sem hann er að glíma við meiðsli í vöðva aftan á læri.

„Þetta er ekki svo slæmt og hann ætti ekki að þurfa að vera frá svo lengi," sagði Hodgson í gærkvöldi.

„Þetta eru meiðsli sem taka sjö til tíu daga að jafna sig. Það var smá rifa í vöðvanum en það er ekki hægt að tímasetja það nákvæmlega hvenær hún muni jafna sig."

„Það er því ekki hægt að útiloka eins og er að hann muni spila um helgina en við skulum sjá til hvernig honum gengur eftir því sem líður á vikuna."

Cole mun þó missa af leik Liverpool gegn Napoli í Evrópudeild UEFA á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×