Leikarinn Tom Cruise er svo hræddur við að eldast að hann er farinn að stelast í snyrtivörur eiginkonu sinnar, leikkonunnar Katie Holmes.
„Tom er kominn með gráa fiðringinn. Hann kann illa við hrukkurnar sem eru farnar að myndast og þolir ekki gráu hárin á höfði sér. Hann er farinn að stelast í rándýru snyrtivörurnar hennar Katie í von um að slétta úr hrukkunum og viðhalda þannig unglegu útliti. Það fyndna er að hann er mjög ánægður með árangurinn,“ er haft eftir innanbúðarmanni.
Cruise notar reglulega maska til að hreinsa húðina enn betur, auk þess sem hann er farinn að læðast í andlitsfarða eiginkonunnar.