Enski boltinn: Manchester City skoraði þrjú mörk án Tevez Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2010 16:52 Leikmenn Manchester City fagna marki Yaya Touré Mynd/Nordic Photos/Getty Manchester City komst upp að hlið Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-1 sigur á botnliði West Ham á Upton Park í dag en Arsenal-menn halda toppsætinu á markatölu. Aston Villa vann sinn fyrsta sigur í fimm leikjum og Stoke tapaði heimavelli á móti Blackpool. Carlos Tevez hefur haldið sóknarleik Manchester City á floti á tímabilinu en City vann þó 3-0 sigur á West Ham án hans í dag. Tevez tók út leikbann í dag. Manchester City er með 32 stig eins og Arsenal en talsvert lakari markatölu. Yaya Touré kom Manchester City í 1-0 eftir hálftímaleik með glæsilegu skoti af vítateig eftir þversendingu frá Gareth Barry. Touré hóf sóknina og lauk henni með flottu vinstri fótar skoti. Yaya Touré átti líka mikinn þátt í öðru markinu sem skráist sem sjálfsmark á Robert Green markvörð West Ham. Touré átti þá skot sem fór í stöngina og út en síðan í bakið á Green og í markið. Varamaðurinn Adam Johnson skoraði síðan þriðja markið eftir að hafa fengið frábæra sendingu frá David Silva. Johnson hafði komið inn á fyrir vandræðagemlinginn Mario Balotelli sem var í slæmu skapi í dag. James Tomkins náði síðan að minnka muninn fyrir West Ham í lokin en West Ham liðið hafði eins og oft áður í vetur ekki heppnina með sér í þessum leik.Stewart Downing fagnar marki sínu með Ashley Young.Mynd/Nordic Photos/GettyAston Villa hafði tapað þremur leikjum í röð og ekki unnið í síðustu fjórum leikjum þegar Villa-liðið vann 2-1 heimasigur á grönnum sínum í West Brom í dag. Stewart Downing kom Aston Villa í 1-0 í fyrri hálfleiknum og Emile Heskey skoraði seinna markið tíu mínútum fyrir leikslok. Paul Scharner minnkaði muninn á lokamínútunni. DJ Campbell tryggði Blackpool 1-0 útisigur á Stoke með marki í upphafi seinni hálfleiks. Eiður Smári Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekknum eins og hann hefur gert í síðustu sjö leikjum. Það var annars ekki mikið skorað í ensku úrvalsdeildinni í þessum fimm leikjum sem hófust klukkan þrjú og voru sem dæmi aðeins komin tvö mörk í hálfleik. Tveir leikir enduðu að lokum með markalausu jafntefli.Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í dag:DJ Campbell fagnar sigurmarki sínu.Mynd/APAston Villa-West Brom 2-1 1-0 Stewart Downing (25.), 2-0 Emile Heskey (80.), 2-1 Paul Scharner (90.) Everton-Wigan 0-0 Fulham-Sunderland 0-0Stoke-Blackpool 0-1 0-1 DJ Campbell (47.)West Ham-Man City 1-3 0-1 Yaya Touré (30.), 0-2 Sjálfsmark Robert Green (73.), 0-3 Adam Johnson. (81.), 1-3 James Tomkins (89.) Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira
Manchester City komst upp að hlið Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-1 sigur á botnliði West Ham á Upton Park í dag en Arsenal-menn halda toppsætinu á markatölu. Aston Villa vann sinn fyrsta sigur í fimm leikjum og Stoke tapaði heimavelli á móti Blackpool. Carlos Tevez hefur haldið sóknarleik Manchester City á floti á tímabilinu en City vann þó 3-0 sigur á West Ham án hans í dag. Tevez tók út leikbann í dag. Manchester City er með 32 stig eins og Arsenal en talsvert lakari markatölu. Yaya Touré kom Manchester City í 1-0 eftir hálftímaleik með glæsilegu skoti af vítateig eftir þversendingu frá Gareth Barry. Touré hóf sóknina og lauk henni með flottu vinstri fótar skoti. Yaya Touré átti líka mikinn þátt í öðru markinu sem skráist sem sjálfsmark á Robert Green markvörð West Ham. Touré átti þá skot sem fór í stöngina og út en síðan í bakið á Green og í markið. Varamaðurinn Adam Johnson skoraði síðan þriðja markið eftir að hafa fengið frábæra sendingu frá David Silva. Johnson hafði komið inn á fyrir vandræðagemlinginn Mario Balotelli sem var í slæmu skapi í dag. James Tomkins náði síðan að minnka muninn fyrir West Ham í lokin en West Ham liðið hafði eins og oft áður í vetur ekki heppnina með sér í þessum leik.Stewart Downing fagnar marki sínu með Ashley Young.Mynd/Nordic Photos/GettyAston Villa hafði tapað þremur leikjum í röð og ekki unnið í síðustu fjórum leikjum þegar Villa-liðið vann 2-1 heimasigur á grönnum sínum í West Brom í dag. Stewart Downing kom Aston Villa í 1-0 í fyrri hálfleiknum og Emile Heskey skoraði seinna markið tíu mínútum fyrir leikslok. Paul Scharner minnkaði muninn á lokamínútunni. DJ Campbell tryggði Blackpool 1-0 útisigur á Stoke með marki í upphafi seinni hálfleiks. Eiður Smári Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekknum eins og hann hefur gert í síðustu sjö leikjum. Það var annars ekki mikið skorað í ensku úrvalsdeildinni í þessum fimm leikjum sem hófust klukkan þrjú og voru sem dæmi aðeins komin tvö mörk í hálfleik. Tveir leikir enduðu að lokum með markalausu jafntefli.Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í dag:DJ Campbell fagnar sigurmarki sínu.Mynd/APAston Villa-West Brom 2-1 1-0 Stewart Downing (25.), 2-0 Emile Heskey (80.), 2-1 Paul Scharner (90.) Everton-Wigan 0-0 Fulham-Sunderland 0-0Stoke-Blackpool 0-1 0-1 DJ Campbell (47.)West Ham-Man City 1-3 0-1 Yaya Touré (30.), 0-2 Sjálfsmark Robert Green (73.), 0-3 Adam Johnson. (81.), 1-3 James Tomkins (89.)
Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira