Enski boltinn

Steve Bruce: Algjört virðingaleysi hjá Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steve Bruce, stjóri Sunderland.
Steve Bruce, stjóri Sunderland. Mynd/AFP
Steve Bruce, stjóri Sunderland, er allt annað en sáttur við tilraunir Liverpool til að krækja í Kenwyne Jones, framherja Sunderland. Liverpool er samkvæmt breskum fjölmiðlum að reyna að fá Jones á láni út tímabilið en stjórinn hefur sjaldan heyrt annað eins bull.

„Mér finnst þetta vera algjört virðingaleysi hjá Liverpool," sagði Steve Bruce.

„Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir Liverpool og hvernig þeir hafa hagað sínum málum en nú er öldin önnur og þetta mál er þeim til allt annað en framdráttar," sagði Bruce og bætti við:

„Ég er alltaf lesa einhverja vitleysu um að ég ætla að leyfa Kenwyne Jones að fara til Liverpool á láni af því að það komi sér vel á skattaskýrslunni hjá báðum félögum. Það eitt mesta rugl sem ég hef lesið," segir Bruce pirraður.

„Eins og ég ætla að láta einn besta leikmann míns liðs fara á láni. Mér finnst þetta vera mikið virðingaleysi og ég skil ekki hvað er eiginlega í gangi hjá Liverpool," sagði Bruce.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×