Fótbolti

Beckham spilar ekki í Evrópu í vetur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

David Beckham segir að það séu afar litlar líkur á því að hann spili í Evrópu í vetur líkt og hann hefur gert síðustu tvö tímabil með AC Milan.

"Ég geri ekki ráð fyrir því. Auðvitað á maður aldrei að segja aldrei en þar sem ég meiddist illa þarf ég að einblína á að fá mig fullkomlega góðan," sagði Becks. "Það mun taka mig drjúgan tíma þar sem ég var lengi frá."

Beckham er metnaðarfullur sem aldrei fyrr og er staðráðinn í að vinna sér aftur sæti í landsliði Englands.

"Ég vona að landsliðsferlinum sé ekki lokið en það er ekki undir mér komið. Ég mun áfram bjóða fram krafta mína og leggja mig fram líkt og ég hef gert síðustu 15 ár."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×