Fótbolti

Rússíbanareið Gyan - Myndir

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Asamoah Gyan átti ótrúlegt kvöld. Hann gat tryggt Gana sæti í undanúrslitum HM sem hefði verið fyrst Afríkuþjóða til að komast þangað. En allt kom fyrir ekki.

Hann klúðraði vítinu fræga á lokamínútunni en skoraði svo úr vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni. En hann brast svo í grát þegar leiknum lauk.

Hér fyrir neðan má lesa nánar um leikinn og sjá myndir af ævintýri Gyan í myndasyrpu.

Luis Suarez ver með hendi og fær rautt spjald. Víti dæmt, og það tekur okkar maður, Asamoah Gyan.
120 mínútur á klukkunni, stolt heillar heimsálfu undir og sæti í undanúrslitum HM....
..og spyrnan fer í slánna og yfir.
Ansi svekkjandi en leikmenn Úrugvæ fagna.
Hann tók samt vítaspyrnu og setti hana í samskeytin, nokkrum mínútum eftir að hafa skotið í slánna.
En allt kom fyrir ekki og Úrugvæ vann.
Gyan var óhuggandi og verður það eflaust í allt sumar.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×