Enski boltinn

Liverpool minnkaði forskot Tottenham í fjórða sætinu í eitt stig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dirk Kuyt  skorar hér markið sitt í dag en það má sjá Grétar Rafn Steinsson í bakgrunninum.
Dirk Kuyt skorar hér markið sitt í dag en það má sjá Grétar Rafn Steinsson í bakgrunninum. Mynd/AFP
Liam Ridgewell tryggði Birmingham 1-1 jafntefli í uppbótartíma á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag.  Sigur Liverpool á Bolton þýddi því að Liverpool-liðið er aðeins einu stigi á eftir Spurs í harðri baráttu um fjórða sætið sem er það síðasta sem gefur sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Jermain Defoe virtist vera að tryggja Tottenham 1-0 útisigur á Birmingham með marki á 69. mínútu þegar Defoe var á réttum stað eftir að Peter Crouch framlengdi fyrirgjöf Gareth Bale til hans. Birmingham pressaði hinsvegar í lokin og Liam Ridgewell náði að jafna leikinn.

Liverpool vann 2-0 sigur á Grétari Rafni Steinssyni og félögum í Bolton. Dirk Kuyt kom Liverpool í 1-0 með marki af stuttu færi eftir að Alberto Aquilani skallaði fyrirgjöf Emiliano Insúa til hans en seinna markið kom á 70. mínútu eftir skot frá Emiliano Insúa.

Gabriel Agbonlahor skoraði tvö mörk með fjögurra mínútna millibili í lok fyrri hálfleiks og tryggði með því Aston Villa 2-0 útisigur á Fulham.

Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í dag:

Birmingham-Tottenham 1-1

0-1 Jermain Defoe (69.), 1-1 Liam Ridgewell (90.+1)

 

Fulham-Aston Villa 0-2

0-1 Gabriel Agbonlahor (40.), 0-2 Gabriel Agbonlahor (44.)

  

Hull-Wolves 2-2

1-0 Jan Vennegoor of Hesselink (11.), 1-1 sjálfsmark (48.), 2-1 Stephen Hunt, víti (51.), 2-2 Matthew Jarvis (66.)

Liverpool-Bolton 2-0

1-0 Dirk Kuyt (37.), 2-0 sjálfsmark (70.)

West Ham-Blackburn 0-0

 

Wigan-Everton 0-1

0-1 Tim Cahill (83.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×