Enski boltinn

Rafael Benitez: Ég tel að liðið sé að bæta sig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael Benitez, stjóri Liverpool.
Rafael Benitez, stjóri Liverpool. Mynd/AFP
Rafael Benitez, stjóri Liverpool, var ánægður með 2-0 sigur Liverpool á Bolton í ensku úrvalsdeildinni í dag og er sannfærður um að hann sé með liðið á réttri leið.

„Ég er ánægður með úrslitin og seinni hálfleikinn en fyrri hálfleikurinn var alls ekki nógu góður. Við gerðum samt það sem við þurftum að gera og unnum leikinn," sagði Rafael Benitez, stjóri Liverpool.

„Þeir fengu tvö færi og við höfðum heppnina með okkur þar. Í seinni hálfleik var allt annað upp á teningnum og við hefðum getað skorað fleiri mörk," sagði Benitez.

„Við erum ósigraðir í síðustu sex leikjum og héldum aftur hreinu sem er mjög gott. Ég tel að liðið sé að bæta sig og vinnusemi leikmanna leyndi sér ekki í dag," sagði Benitez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×