Enski boltinn

Harry Redknapp öskuillur yfir jöfnunarmarki Birmingham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Liam  Ridgewell skorar hér jöfnunarmark sitt.
Liam Ridgewell skorar hér jöfnunarmark sitt. Mynd/AFP
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, var öskuillur eftir 1-1 jafntefli liðsins á móti Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liam Ridgewell tryggði Birmingham stig með marki í uppbótartíma.

„Við áttum skilið að vinna þennan leik og markið sem við fengum á okkur var hræðilegt. Við vörðumst alveg skelfilega illa í jöfnunarmarkinu," sagði Harry Redknapp.

„Birmingham var aldrei inn í leiknum þar til að við skoruðum en þá duttum við til baka og buðum þeim inn í leikinn. Það var vandamálið," sagði Redknapp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×