Umfjöllun: Sanngjarn sigur baráttuglaðra Blika Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. maí 2010 13:42 Mynd/Anton Breiðablik vann sinn fyrsta sigur í Pepsi-deild karla í kvöld með því að leggja Val á útivelli, 2-0. Valsmenn eru að sama skapi enn án sigurs eftir þrjá leiki sem í þokkabót hafa allir farið fram á Vodafone-vellinum. Valsmenn byrjuðu af miklum krafti og voru duglegir að spila sig í gegnum vörn Blikanna. Danni König og Ian Jeffs áttu ágætar marktilraunir á upphafskaflanum en án þess þó að koma boltanum í netið. Á 25. mínútu meiddist svo Haukur Páll Sigurðsson sem hafði verið afar öflugur á miðjunni hjá Val. Hann þurfti að fara af velli og til að bæta gráu á svart þá skoruðu Blikar á meðan að heimamenn voru enn að undirbúa skiptinguna. Kristinn Steindórsson var þar að verki eftir laglegan undirbúning Alfreðs Finnbogasonar sem hafði spilað Kristinn frían í gegnum Valsvörnina. Guðmundur Pétursson átti svo skot í slána örfáum mínútum síðar en Valsmenn gáfust ekki upp. Arnar Sveinn Geirsson komst einn í gegn en lét Ingvar Kale verja frá sér. Eftir þetta fóru Blikar að sækja enn meira í sig veðrið. Þeir voru að hanga meira á boltanum og létu Valsmenn hafa meira fyrir hlutunum. Valur fékk reyndar upplagt tækifæri til að jafna metin í upphafi síðari hálfleiks en aftur misnotaði Arnar Sveinn upplagt marktækifæri. Örfáum mínútum síðar svöruðu Blikar með marki en þar var Alfreð að verki með glæsilegu skoti. Við það virtust Valsmenn einfaldlega gefast upp og sigur Blika var aldrei í hættu. Breiðablik spilaði virkilega vel í síðari hálfleik og sýndu hversu öflugt sóknarlið liðið getur verið. Alfreð var ávallt mjög hættulegur en varnarleikur liðsins var líka traustur og Ingvar Kale átti góðan leik í markinu. Eftir því sem leið á leikinn og sjálfstraust Valsmanna minnkaði fór um leið að sjá á varnarleik liðsins. Blikar voru duglegir að nýta sér það en Valsmenn geta aðeins sjálfum sér um kennt að hafa ekki nýtt þau færi sem þeir sköpuðu sér betur. Valur – Breiðablik 0-2 0-1 Kristinn Steindórsson (27.) 0-2 Alfreð Finnbogason (59.) Vodafone-völlurinn. Áhorfendur: 1.027Dómari: Jóhannes Valgeirsson (6)Skot (á mark): 15–11 (9-10)Varin skot: Kjartan 7 – Ingvar 9Hornspyrnur: 7–4Aukaspyrnur fengnar: 12–12Rangstöður: 0–2Valur (4-3-3): Kjartan Sturluson 5 Stefán Eggertsson 7 Reynir Leósson 5 Atli Sveinn Þórarinsson 5 Martin Pedersen 4 Rúnar Már Sigurjónsson 6 Haukur Páll Sigurðsson 6 (27. Sigurbjörn Örn Hreiðarsson 6) Ian Jeffs 4 (77. Viktor Unnar Illugason -) Arnar Sveinn Geirsson 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 6 (71. Matthías Guðmundsson -) Danni König 6Breiðablik (4-3-3): Ingvar Þór Kale 7 Árni K. Gunnarsson 6 Elfar Freyr Helgason 7 Kári Ársælsson 7 Kristinn Jónsson 6 Jökull Elísabetarson 6 Finnur Orri Margeirsson 7 Alfreð Finnbogason 8* ML (90. Olgeir Sigurgeirsson -) Haukur Baldvinsson 7 (79. Andri Rafn Yeoman -) Guðmundur Pétursson 6 (68. Guðmundur Kristjánsson 6) Kristinn Steindórsson 5Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsingu leiksins hér: Valur - Breiðablik. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Atli Sveinn: Engin vonleysistilfinning Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliði Vals, segir enga vonleysistilfinningu hafa gripið um sig í liðinu en liðið er nú með tvö stig eftir fyrstu þrjá leiki tímabilsins. 20. maí 2010 21:56 Ólafur: Liðið spilaði allt mjög vel Ólafur Kristjánsson var mjög ánægður með sína menn í Breiðabliki eftir 2-0 sigur á Val á Vodafone-vellinum í kvöld. 20. maí 2010 21:51 Alfreð: Í minni uppáhaldsstöðu Alfreð Finnbogason átti mjög góðan leik er Breiðablik vann 2-0 sigur á Val í kvöld. Alfreð skoraði síðara mark Blika í leiknum. 20. maí 2010 22:03 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Sjá meira
Breiðablik vann sinn fyrsta sigur í Pepsi-deild karla í kvöld með því að leggja Val á útivelli, 2-0. Valsmenn eru að sama skapi enn án sigurs eftir þrjá leiki sem í þokkabót hafa allir farið fram á Vodafone-vellinum. Valsmenn byrjuðu af miklum krafti og voru duglegir að spila sig í gegnum vörn Blikanna. Danni König og Ian Jeffs áttu ágætar marktilraunir á upphafskaflanum en án þess þó að koma boltanum í netið. Á 25. mínútu meiddist svo Haukur Páll Sigurðsson sem hafði verið afar öflugur á miðjunni hjá Val. Hann þurfti að fara af velli og til að bæta gráu á svart þá skoruðu Blikar á meðan að heimamenn voru enn að undirbúa skiptinguna. Kristinn Steindórsson var þar að verki eftir laglegan undirbúning Alfreðs Finnbogasonar sem hafði spilað Kristinn frían í gegnum Valsvörnina. Guðmundur Pétursson átti svo skot í slána örfáum mínútum síðar en Valsmenn gáfust ekki upp. Arnar Sveinn Geirsson komst einn í gegn en lét Ingvar Kale verja frá sér. Eftir þetta fóru Blikar að sækja enn meira í sig veðrið. Þeir voru að hanga meira á boltanum og létu Valsmenn hafa meira fyrir hlutunum. Valur fékk reyndar upplagt tækifæri til að jafna metin í upphafi síðari hálfleiks en aftur misnotaði Arnar Sveinn upplagt marktækifæri. Örfáum mínútum síðar svöruðu Blikar með marki en þar var Alfreð að verki með glæsilegu skoti. Við það virtust Valsmenn einfaldlega gefast upp og sigur Blika var aldrei í hættu. Breiðablik spilaði virkilega vel í síðari hálfleik og sýndu hversu öflugt sóknarlið liðið getur verið. Alfreð var ávallt mjög hættulegur en varnarleikur liðsins var líka traustur og Ingvar Kale átti góðan leik í markinu. Eftir því sem leið á leikinn og sjálfstraust Valsmanna minnkaði fór um leið að sjá á varnarleik liðsins. Blikar voru duglegir að nýta sér það en Valsmenn geta aðeins sjálfum sér um kennt að hafa ekki nýtt þau færi sem þeir sköpuðu sér betur. Valur – Breiðablik 0-2 0-1 Kristinn Steindórsson (27.) 0-2 Alfreð Finnbogason (59.) Vodafone-völlurinn. Áhorfendur: 1.027Dómari: Jóhannes Valgeirsson (6)Skot (á mark): 15–11 (9-10)Varin skot: Kjartan 7 – Ingvar 9Hornspyrnur: 7–4Aukaspyrnur fengnar: 12–12Rangstöður: 0–2Valur (4-3-3): Kjartan Sturluson 5 Stefán Eggertsson 7 Reynir Leósson 5 Atli Sveinn Þórarinsson 5 Martin Pedersen 4 Rúnar Már Sigurjónsson 6 Haukur Páll Sigurðsson 6 (27. Sigurbjörn Örn Hreiðarsson 6) Ian Jeffs 4 (77. Viktor Unnar Illugason -) Arnar Sveinn Geirsson 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 6 (71. Matthías Guðmundsson -) Danni König 6Breiðablik (4-3-3): Ingvar Þór Kale 7 Árni K. Gunnarsson 6 Elfar Freyr Helgason 7 Kári Ársælsson 7 Kristinn Jónsson 6 Jökull Elísabetarson 6 Finnur Orri Margeirsson 7 Alfreð Finnbogason 8* ML (90. Olgeir Sigurgeirsson -) Haukur Baldvinsson 7 (79. Andri Rafn Yeoman -) Guðmundur Pétursson 6 (68. Guðmundur Kristjánsson 6) Kristinn Steindórsson 5Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsingu leiksins hér: Valur - Breiðablik.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Atli Sveinn: Engin vonleysistilfinning Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliði Vals, segir enga vonleysistilfinningu hafa gripið um sig í liðinu en liðið er nú með tvö stig eftir fyrstu þrjá leiki tímabilsins. 20. maí 2010 21:56 Ólafur: Liðið spilaði allt mjög vel Ólafur Kristjánsson var mjög ánægður með sína menn í Breiðabliki eftir 2-0 sigur á Val á Vodafone-vellinum í kvöld. 20. maí 2010 21:51 Alfreð: Í minni uppáhaldsstöðu Alfreð Finnbogason átti mjög góðan leik er Breiðablik vann 2-0 sigur á Val í kvöld. Alfreð skoraði síðara mark Blika í leiknum. 20. maí 2010 22:03 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Sjá meira
Atli Sveinn: Engin vonleysistilfinning Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliði Vals, segir enga vonleysistilfinningu hafa gripið um sig í liðinu en liðið er nú með tvö stig eftir fyrstu þrjá leiki tímabilsins. 20. maí 2010 21:56
Ólafur: Liðið spilaði allt mjög vel Ólafur Kristjánsson var mjög ánægður með sína menn í Breiðabliki eftir 2-0 sigur á Val á Vodafone-vellinum í kvöld. 20. maí 2010 21:51
Alfreð: Í minni uppáhaldsstöðu Alfreð Finnbogason átti mjög góðan leik er Breiðablik vann 2-0 sigur á Val í kvöld. Alfreð skoraði síðara mark Blika í leiknum. 20. maí 2010 22:03