Enski boltinn

Sol Campbell: Himinlifandi með að vera kominn aftur til Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sol Campbell er kominn aftur í Arsenal.
Sol Campbell er kominn aftur í Arsenal. Mynd/AFP

Sol Campbell er í skýjunum yfir því að vera kominn aftur í fótboltann en hann hefur gert samning út tímabilið við sitt gamla félag Arsenal.

„Ég get ekki lýst því hvað ég hef saknað þess mikið að spila síðan ég fór frá Notts County. Það eru enn nokkur atriði sem ég þarf að slípa en ég verð hérna til loka tímabilsins sem er frábært, glæsilegt og meiriháttar," sagði Campbell kátur.

„Ég er himinlifandi með að vera kominn aftur til Arsenal en ég hef lagt mikið á mig til að komast hingað. Arsene Wenger hefur verið algjör innblástur fyrir mig," segir Campbell.

„Hann hefur fylgst náið með mér í þá tvo mánuði sem hann hefur leyft mér að æfa með Arsenal. Hann er ekki vitlaus og hefði ekki tekið mig aftur inn ef ég hefði ekki verið að standa mig," segir Sol Campbell.

Hinn 35 ára gamli miðvörður spilaði 45 mínútur með Arsenal í varaliðsleik í gær en Arsenal vann þá 4-2 sigur á West Ham. „Mér leið vel en það var nóg að spila bara í 45 mínútur eftir að hafa verið í fjóra mánuði í burtu," sagði Campbell.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×