Maradona: Guð vill að við komumst í úrslitaleikinn Hjalti Þór Hreinsson skrifar 3. júlí 2010 11:00 Diego Maradona. AFP Diego Maradona liggur ekki á skoðunum sínum og blaðamönnum og áhangendum til mikillar ánægju talar hann aldrei undir rós. Maradona stýrir Argentínu gegn Þýskalandi í dag í leik sem má kalla fyrstu alvöru prófraun Argentínu. Liðið átti ekki í teljandi vandræðum með Suður-Kóreu, Grikkland og Nígeríu í riðlakeppninni og Mexíkó reyndist þeim auðveldur biti í 16 liða úrslitunum. Í nokkurs konar kynningu fyrir HM í argentínska sjónvarpinu sjást krakkar tala við Maradona þar sem þeir segja í myndavélina: „Diego, við viljum komast í úrslitaleikinn. Vonandi geturðu uppfyllt draum okkar," segja krakkarnir áður en Maradona svarar með bros á vör: „Verið rólegir krakkar. Ég sé ykkur í úrslitaleiknum. Ef Guð vill, sé ég ykkur þar. Og það er það sem Guð vill," segir Maradona. Uppgangur Argentínu frá undankeppninni hefur verið magnaður en í dag mæta þeir Þjóðverjum sem sýndu styrk sinn gegn Englendingum, 4-1 sigur þeirra var öruggur og liðið spilaði vel. „Við þurfum að sýna að við getum unnið alvöru stórlið eins og Argentínu, Brasilíu eða Spán. Þetta eru án efa stærri andstæðingar en England," sagði fyrirliðinn Philipp Lahm og bætti við að Argentínumenn séu tapsárir. „Við vitum að Suður-Ameríkumenn eru blóðheitir og þola ekki að tapa," sagði Lahm. Leikurinn hefst klukkan 14 í dag og búast má við frábærri viðureign þessara stórþjóða í knattspyrnuheiminum. HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira
Diego Maradona liggur ekki á skoðunum sínum og blaðamönnum og áhangendum til mikillar ánægju talar hann aldrei undir rós. Maradona stýrir Argentínu gegn Þýskalandi í dag í leik sem má kalla fyrstu alvöru prófraun Argentínu. Liðið átti ekki í teljandi vandræðum með Suður-Kóreu, Grikkland og Nígeríu í riðlakeppninni og Mexíkó reyndist þeim auðveldur biti í 16 liða úrslitunum. Í nokkurs konar kynningu fyrir HM í argentínska sjónvarpinu sjást krakkar tala við Maradona þar sem þeir segja í myndavélina: „Diego, við viljum komast í úrslitaleikinn. Vonandi geturðu uppfyllt draum okkar," segja krakkarnir áður en Maradona svarar með bros á vör: „Verið rólegir krakkar. Ég sé ykkur í úrslitaleiknum. Ef Guð vill, sé ég ykkur þar. Og það er það sem Guð vill," segir Maradona. Uppgangur Argentínu frá undankeppninni hefur verið magnaður en í dag mæta þeir Þjóðverjum sem sýndu styrk sinn gegn Englendingum, 4-1 sigur þeirra var öruggur og liðið spilaði vel. „Við þurfum að sýna að við getum unnið alvöru stórlið eins og Argentínu, Brasilíu eða Spán. Þetta eru án efa stærri andstæðingar en England," sagði fyrirliðinn Philipp Lahm og bætti við að Argentínumenn séu tapsárir. „Við vitum að Suður-Ameríkumenn eru blóðheitir og þola ekki að tapa," sagði Lahm. Leikurinn hefst klukkan 14 í dag og búast má við frábærri viðureign þessara stórþjóða í knattspyrnuheiminum.
HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira