Fótbolti

Stuðningsmenn gætu fengið forkaupsrétt á félögum á Englandi

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Stuðningsmenn Liverpool láta óánægju sína í ljós með eigendur félagsins. Fyrir aftan borðann er annar borði sem á stendur: "Liverpool FC: Built by Shanks - Destroyed by Yanks.
Stuðningsmenn Liverpool láta óánægju sína í ljós með eigendur félagsins. Fyrir aftan borðann er annar borði sem á stendur: "Liverpool FC: Built by Shanks - Destroyed by Yanks. Nordicphotos/Getty Images
Ríkisstjórnin á Englandi skoðar nú að setja á lög sem snúa að eignarhaldi knattspyrnufélaga þar í landi. Gangi þau alla leið í gegn þýðir það að ef knattspyrnufélag er sett á sölulista eiga stuðningsmenn félagsins alltaf fyrsta rétt á að kaupa félagið.

Þá þurfa félög að láta af hendi allt að 25% af félaginu samkvæmt áætlunum. Hugmyndirnar eru til þess að stuðningsmenn hafi meiri áhrif á hvernig félögum sínum eru stjórnað og einnig að breyta knattspyrnuheiminum að þessu leiti.

Lögin myndu meðal annars fela í sér að stuðningsmennirnir myndu eiga 25 prósent af félaginu sem nokkurs konar þakklæti fyrir hvað félagið gerir fyrir samfélagið.

Portsmouth hefur verið hvað mest í fréttum vegna eigenda sinna en Manchester United og Liverpool einnig mikið í deiglunni. Óánægja var með eignarhaldið á öllum félögunum en enska ríkið stýrir nú Pourtsmouth og er að leita að nýjum eigendum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×