Enski boltinn

Leikmaður Aston Villa seldi miða á úrslitaleikinn á Fésbókinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Nathan Baker, leikmaður Aston Villa, hefur verið dæmdur í bann frá úrslitaleik Manchester United og Aston Villa í enska deildarbikarnum, eftir að hafa gerst uppvís að því að selja fimm miða á leikinn í gegnum Fésbókina sína.

Nathan Baker er leikmaður með 19 ára landsliði Englendinga en er sem stendur í láni hjá Lincoln City. Hann fékk fimm miða á leikinn og seldi hvern og einn á 200 pund eða rúmlega 40 þúsund íslenskar krónur.

Baker hefur boðist afsökunar á framferði sínu en Villa hafði ítrekað það við sína leikmenn að miðarnir væri aðeins fyrir vini og fjölskyldumeðlimi. Forráðamenn Villa hafa afsakað framferði leikmannsins með því að hann sé aðeins 18 ára gamall.

Refsing Nathans er sú að hann fær engan miða á leikinn og má heldur ekki mæta á Wembley sjálfur. Hann sagðist þó í afsökunarbeiðninni að hann ætlaði sér að vinna sér sæti í aðalliði Aston Villa í framtíðinni en þá þarf hann þó væntanælega að taka betri ákvarðanir næstu misserin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×