Fótbolti

Maradona kemur enn til greina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Diego Maradona á HM í sumar.
Diego Maradona á HM í sumar. Nordic Photos / AFP

Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið er ekki útilokað að Diego Maradona verði áfram landsliðsþjálfari Argentínu.

Maradona hefur gegnt starfinu undanfarin tvö ár en í síðasta mánuði greindu forráðamenn argentínska knattspyrnusambandsins frá því að ákveðið hefði verið að bjóða Maradona ekki nýjan samning.

Ágreingurinn snerist um að Maradona vildi halda sínu starfsliði en forseti sambandsins, Julio Grondona, vildi fá breytingar á þjálfaraliðinu.

En Carlos Bilardo, einn umsjónarmanna landsliðsmála hjá sambandinu, sagði að það væri ekki útilokað að Maradona myndi halda áfram.

„Ef Diego kemur og ræðir við okkur þá veit ég ekki hvað gerist. Þetta er bara spurning um að tala saman," sagði Bilardo. „Við viljum ekki útiloka neitt. Það er kemur allt enn til greina."

Bilardo segir að sambandið hafi ekki enn rætt við neinn annan um að taka að sér starf landsliðsþjálfara og að enn sé möguleiki á því að Maradona fundi með fulltrúum sambandsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×