Enski boltinn

Wenger: Carroll nógu góður fyrir landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Arsene wenger, stjóri Arsenal, telur að Andy Carroll, leikmaður Newcastle, sé nógu góður til að verða valinn í enska landsliðið.

Carroll skoraði eina markið í leik liðanna um helgina en enska landsliðið mætir Frökkum í vináttulandsleik í næstu viku. Fabio Capello, landsliðsþjálfari, mun tilkynna leikmannahópinn um helgina.

Margir framherjar eiga við meiðsli að stríða og því gæti verið að Carroll fái tækifærið nú.

„Ég er viss um að Capello muni skoða hann vandlega. Ég tel að hann sé nógu góður fyrir enska landsliðið," sagði wenger.

„Það er eitthvað sérstakt við hann og hann er duglegur. Mér finnst mikið til hans koma," sagði Wenger.

Carroll hefur skorað sex mörk á leiktíðinni en hefur lent í miklum vandræðum utan vallar og ítrekað verið í kastljósi fjölmiðlanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×