Bale átti ekkert í Grétar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. nóvember 2010 08:30 Grétar Rafn fagnar marki sínu gegn Tottenham á milli þeirra Younes Kaboul og Luka Modric. Nordic Photos / Getty Images „Við unnum leikinn, þetta hefur því gengið ágætlega,“ sagði Grétar Rafn Steinsson við Fréttablaðið eftir sigur Bolton á Manchester City um helgina. Grétar Rafn hafði gætur á Gareth Bale í leiknum og kórónaði frábæra frammistöðu með laglegu marki sem kom Bolton í 2-0 forystu. „Ég fékk engin sérstök fyrirmæli fyrir leikinn um hvernig ég ætti að taka á Bale. Hann er frábær leikmaður, sterkur og fljótur. En ég mæti góðum leikmönnum í hverri einustu viku og það þýðir ekki að hugsa of mikið um svona lagað. Þá fer þetta í hausinn á manni. Ég svaf vel og nærðist vel fyrir leikinn. Það er best að hafa það þannig,“ segir Grétar Rafn. „Ef maður er í þokkalegu standi og sinnir sinni vinnu þá ber það oft árangur. Það var engin breyting þar á í þessum leik.“ Bale hefur slegið í gegn með Tottenham á leiktíðinni og fór til að mynda illa með Brasilíumanninn Maicon þegar liðið vann 3-1 sigur á Evrópumeisturum Inter í síðustu viku. En hann náði sér aldrei á strik um helgina og það var ekki fyrr en undir lok leiksins að Tottenham sýndi mótspyrnu í leiknum. Þá var staðan orðin 3-0 fyrir Bolton. „Þetta var fínn leikur hjá okkur. Það var mikið búið að tala um þennan leik og við vorum mjög sáttir. Við spiluðum vel og leyfðum þeim ekki að spila sinn venjulega leik. Við lokuðum á öll svæði og nýttum svo þau færi sem við fengum,“ segir Grétar Rafn. Hann skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni en alls hefur hann skorað fimm mörk í tæplega 100 leikjum með Bolton. „Ég hef reyndar verið ósáttur í gegnum tíðina með hversu lítið ég hef skorað. En það var gott að skora í þessum leik – það styttir biðina í næsta mark.“ Bolton er í sjötta sæti deildarinnar sem stendur og gott gengi liðsins hefur komið mörgum á óvart. „Við erum með sterkara lið en á síðustu leiktíð og byrjunin á tímabilinu hefur ekki komið okkur á óvart,“ segir Grétar Rafn og bætir við að það hafi breytt miklu að fá Owen Coyle sem knattspyrnustjóra en hann tók við af Gary Megson sem var rekinn á síðustu leiktíð. „Það er himinn og haf á milli þessara tveggja manna. Ég var orðinn frekar þunglyndur á að spila þennan bolta sem við vorum að gera hjá Megson. Það hentar mér mun betur að vera í liði sem leggur áherslu á að spila boltanum frekar en að negla honum fram.“ Grétar fékk strax að vita um leið og Coyle kom að hann væri hans fyrsti kostur í stöðu hægri bakvarðar. „Hann er bara með sína föstu varnarlínu og ég er mjög ánægður með að vera hluti af henni. Það hefur aldrei orðið nein breyting þar á. Hann er frábær stjóri og hefur sýnt mér mikið traust. Þá launar maður honum það til baka,“ segir Grétar. Hann skipti einnig um númer fyrir leiktíðina – úr fimmtán í tvö. „Stjórinn sagði mér bara að vera númer tvö. Hann vill vera með sinn hægri bakvörð í þessari treyju. Það voru engar rökræður um það – ég bara hlýddi. Enda skiptir það mig engu máli hvaða númer ég er með á treyjunni. Aðalmálið er að fá að spila.“ Grétar segir að lífið í Bolton sé gott. „Hér er frábært að vera. Félagið er frábært, ég er ánægður með stjórann og liðið er mjög gott. Ég er í toppstandi og líður vel. Ef það er tilfellið þá spilar maður líka vel, eins og raunin er nú.“ Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Sjá meira
„Við unnum leikinn, þetta hefur því gengið ágætlega,“ sagði Grétar Rafn Steinsson við Fréttablaðið eftir sigur Bolton á Manchester City um helgina. Grétar Rafn hafði gætur á Gareth Bale í leiknum og kórónaði frábæra frammistöðu með laglegu marki sem kom Bolton í 2-0 forystu. „Ég fékk engin sérstök fyrirmæli fyrir leikinn um hvernig ég ætti að taka á Bale. Hann er frábær leikmaður, sterkur og fljótur. En ég mæti góðum leikmönnum í hverri einustu viku og það þýðir ekki að hugsa of mikið um svona lagað. Þá fer þetta í hausinn á manni. Ég svaf vel og nærðist vel fyrir leikinn. Það er best að hafa það þannig,“ segir Grétar Rafn. „Ef maður er í þokkalegu standi og sinnir sinni vinnu þá ber það oft árangur. Það var engin breyting þar á í þessum leik.“ Bale hefur slegið í gegn með Tottenham á leiktíðinni og fór til að mynda illa með Brasilíumanninn Maicon þegar liðið vann 3-1 sigur á Evrópumeisturum Inter í síðustu viku. En hann náði sér aldrei á strik um helgina og það var ekki fyrr en undir lok leiksins að Tottenham sýndi mótspyrnu í leiknum. Þá var staðan orðin 3-0 fyrir Bolton. „Þetta var fínn leikur hjá okkur. Það var mikið búið að tala um þennan leik og við vorum mjög sáttir. Við spiluðum vel og leyfðum þeim ekki að spila sinn venjulega leik. Við lokuðum á öll svæði og nýttum svo þau færi sem við fengum,“ segir Grétar Rafn. Hann skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni en alls hefur hann skorað fimm mörk í tæplega 100 leikjum með Bolton. „Ég hef reyndar verið ósáttur í gegnum tíðina með hversu lítið ég hef skorað. En það var gott að skora í þessum leik – það styttir biðina í næsta mark.“ Bolton er í sjötta sæti deildarinnar sem stendur og gott gengi liðsins hefur komið mörgum á óvart. „Við erum með sterkara lið en á síðustu leiktíð og byrjunin á tímabilinu hefur ekki komið okkur á óvart,“ segir Grétar Rafn og bætir við að það hafi breytt miklu að fá Owen Coyle sem knattspyrnustjóra en hann tók við af Gary Megson sem var rekinn á síðustu leiktíð. „Það er himinn og haf á milli þessara tveggja manna. Ég var orðinn frekar þunglyndur á að spila þennan bolta sem við vorum að gera hjá Megson. Það hentar mér mun betur að vera í liði sem leggur áherslu á að spila boltanum frekar en að negla honum fram.“ Grétar fékk strax að vita um leið og Coyle kom að hann væri hans fyrsti kostur í stöðu hægri bakvarðar. „Hann er bara með sína föstu varnarlínu og ég er mjög ánægður með að vera hluti af henni. Það hefur aldrei orðið nein breyting þar á. Hann er frábær stjóri og hefur sýnt mér mikið traust. Þá launar maður honum það til baka,“ segir Grétar. Hann skipti einnig um númer fyrir leiktíðina – úr fimmtán í tvö. „Stjórinn sagði mér bara að vera númer tvö. Hann vill vera með sinn hægri bakvörð í þessari treyju. Það voru engar rökræður um það – ég bara hlýddi. Enda skiptir það mig engu máli hvaða númer ég er með á treyjunni. Aðalmálið er að fá að spila.“ Grétar segir að lífið í Bolton sé gott. „Hér er frábært að vera. Félagið er frábært, ég er ánægður með stjórann og liðið er mjög gott. Ég er í toppstandi og líður vel. Ef það er tilfellið þá spilar maður líka vel, eins og raunin er nú.“
Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Sjá meira