Fótbolti

Ajax sektar og dæmir Suarez í bann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Luis Suarez fagnar marki í leik með Ajax.
Luis Suarez fagnar marki í leik með Ajax. Nordic Photos / Getty Images

Hollenska knattspyrnufélagið Ajax hefur ákveðið að sekta úrúgvæska leikmanninn Luis Suarez og dæma hann í tveggja leikja bann fyrir að bíta andstæðing í leiknum gegn PSV um helgina.

Í gær var sagt frá því þegar Suarez beit Otman Bakkal, leikmann PSV, í öxlina þegar liðin gerðu markalaust jafntefli í hollensku úrvalsdeildinni um helgina.

Hollenska knattspyrnusambandið tók málið upp og gæti dæmt hann einnig í bann, rétt eins og félag hans ákvað að gera sjálft í gær.

Bannið mun þó ekki taka gildi fyrr en eftir leik Ajax gegn Real Madrid í Meistaradeildinni í kvöld.




Tengdar fréttir

Luis Suarez beit andstæðing - myndband

Úrúgvæinn Luis Suarez, leikmaður Ajax í Hollandi, gæti verið á leiðinni í langt keppnisbann eftir að hann beit Otman Bakkal, leikmann PSV, í leik liðanna um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×