Enski boltinn

Torres, Kuyt, Johnson og Skrtel allir klárir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fernando Torres á æfingu með Liverpool.
Fernando Torres á æfingu með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Stuðningsmenn Liverpool fengu ekki eingöngu slæmar fréttir í dag þar sem það var tilkynnt að fjórir byrjunarliðsmenn verða klárir í slaginn fyrir leikinn gegn West Ham á laugardaginn.

Þetta eru þeir Fernando Torres, Glen Johnson, Dirk Kuyt og Martin Skrtel.

Fyrirliðinn Steven Gerrard meiddist í landsleik Englands og Frakklands í gær og í dag var greint frá því að hann verður frá næstu 3-4 vikurnar.

Kuyt og Skrtel gátu ekki spilað með sínum landsliðum í gær en Torres spilaði í 45 mínútur er Spánn tapaði fyrir Portúgal. Johnson hefur aðeins spilað einn leik undanfarinn mánuð en er nú byrjaður að æfa á fullu að nýju.

Þetta kom fram á heimasíðu Liverpool í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×