Enski boltinn

24 ára markvörður Rushden & Diamonds lést í gær

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dale Roberts í leik með Rushden & Diamonds.
Dale Roberts í leik með Rushden & Diamonds. Nordic Photos / Getty Images

Hinn 24 ára gamli Dale Roberts, markvörður enska utandeildarliðsins Rushden & Diamonds, lést í gær. Dánarorsök hefur ekki verið uppgefin.

Roberts var áður á mála hjá Nottingham Forest auk þess sem hann lék nokkra leiki með C-landsliði Englands.

Hann náði aldrei að spila með aðalliði Forest en var á mála hjá liðinu í fimm ár, frá 2004 til 2009.

Roberts komst í fréttirnar fyrr á þessu ári er greint var frá því að þáverandi unnusta hans hafði haldið framhjá Roberts með liðsfélaga hans, Paul Terry.

Ástæðan fyrir því að málið vakti athygli er sú að Paul Terry er bróðir John Terry, fyrirliða Chelsea, sem var sakaður um að hafa haldið við unnustu Wayne Bridge á meðan þeir léku saman hjá Chelsea.

Þess má geta að Paul Terry fór frá Rushden & Diamonds í sumar og leikur nú með Darlington.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×