Línurnar að skýrast fyrir Contraband Baltasars 3. desember 2010 14:00 Nokkuð líkir Jörundur Ragnarsson sem lék Arnór í Reykjavík-Rotterdam getur verið nokkuð sáttur við amerísku útgáfuna af sinni persónu. Hún verður í höndunum á Ben Foster, rísandi stjörnu í Hollywood. Kvikmyndabiblían Variety greindi frá því í gær að leikararnir Giovanni Ribisi og Ben Foster væru í viðræðum við Universal um að leika í Contraband, Hollywood-kvikmynd Baltasars Kormáks. Kvikmyndavefmiðlar á borð við Empireonline og Collider.com fjölluðu ítarlega um frétt Variety þess efnis að Giovanni Ribisi og Ben Foster væru í viðræðum við Universal um að leika í endurgerð Reykjavík-Rotterdam sem Baltasar Kormákur leikstýrir. Tökur eiga að hefjast í janúar en eins og flestum ætti að vera kunnugt leika þau Mark Wahlberg og Kate Beckinsale aðalhlutverkin. Baltasar hefur verið að safna liði, ráða til sín búningahönnuð og kvikmyndatökumenn enda er Hollywood-batteríið margfalt stærra en á Íslandi. Giovanni Ribisi er mörgum að góðu kunnur þótt ekki sé víst að nafnið hringi mörgum bjöllum. Flestir muna eflaust eftir honum sem Frank Buffay, bróður Phoebe í Friends-þáttunum, en Ribisi hefur einnig leikið í stórmyndum á borð við Avatar og Public Enemy. Ben Foster er hins vegar spáð miklum frama í Hollywood á næstu árum en hann lék meðal annars í The Messenger sem tilnefnd var til tvennra Óskarsverðlauna. Ekki er vitað í hvaða hlutverki Ribisi verður en miðað við þau hlutverk sem eftir eru í íslensku myndinni er líklegt að það sé hlutverk Ingvars E. Sigurðssonar. Ingvar lék í myndinni Steingrím, sem fær aðalpersónuna Kristófer til að smygla í síðasta sinn. Ben Foster á hins vegar að leika mág Kristófers en það hlutverk var í höndum Jörundar Ragnarssonar í kvikmynd Óskars Jónassonar. Mark Wahlberg leikur síðan auðvitað hlutverkið sem Baltasar Kormákur fór með og Kate Beckinsale verður hin ameríska Íris en það hlutverk var í höndum Lilju Nætur Þórarinsdóttur. freyrgigja@frettabladid.is Hugsanlegt Ekki hefur verið gefið upp hvaða hlutverk Giovanni Ribisi eigi að leika í Contraband. Að öllum líkindum er það þó hlutverk Steingríms sem Ingvar E. Sigurðsson rúllaði upp í íslensku útgáfunni. Þokkadísir Kate Beckinsale verður hin ameríska Íris, eiginkona smyglarans Kristófers sem lendir í miklum hremmingum. Það var Lilja Nótt sem lék hana í kvikmynd Óskars Jónassonar. Tilviljun? Baltasar Kormákur lék smyglarann Kristófer í Reykjavíkur Rotterdam. Nú er það kyntröllið Mark Wahlberg. Lífið Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
Kvikmyndabiblían Variety greindi frá því í gær að leikararnir Giovanni Ribisi og Ben Foster væru í viðræðum við Universal um að leika í Contraband, Hollywood-kvikmynd Baltasars Kormáks. Kvikmyndavefmiðlar á borð við Empireonline og Collider.com fjölluðu ítarlega um frétt Variety þess efnis að Giovanni Ribisi og Ben Foster væru í viðræðum við Universal um að leika í endurgerð Reykjavík-Rotterdam sem Baltasar Kormákur leikstýrir. Tökur eiga að hefjast í janúar en eins og flestum ætti að vera kunnugt leika þau Mark Wahlberg og Kate Beckinsale aðalhlutverkin. Baltasar hefur verið að safna liði, ráða til sín búningahönnuð og kvikmyndatökumenn enda er Hollywood-batteríið margfalt stærra en á Íslandi. Giovanni Ribisi er mörgum að góðu kunnur þótt ekki sé víst að nafnið hringi mörgum bjöllum. Flestir muna eflaust eftir honum sem Frank Buffay, bróður Phoebe í Friends-þáttunum, en Ribisi hefur einnig leikið í stórmyndum á borð við Avatar og Public Enemy. Ben Foster er hins vegar spáð miklum frama í Hollywood á næstu árum en hann lék meðal annars í The Messenger sem tilnefnd var til tvennra Óskarsverðlauna. Ekki er vitað í hvaða hlutverki Ribisi verður en miðað við þau hlutverk sem eftir eru í íslensku myndinni er líklegt að það sé hlutverk Ingvars E. Sigurðssonar. Ingvar lék í myndinni Steingrím, sem fær aðalpersónuna Kristófer til að smygla í síðasta sinn. Ben Foster á hins vegar að leika mág Kristófers en það hlutverk var í höndum Jörundar Ragnarssonar í kvikmynd Óskars Jónassonar. Mark Wahlberg leikur síðan auðvitað hlutverkið sem Baltasar Kormákur fór með og Kate Beckinsale verður hin ameríska Íris en það hlutverk var í höndum Lilju Nætur Þórarinsdóttur. freyrgigja@frettabladid.is Hugsanlegt Ekki hefur verið gefið upp hvaða hlutverk Giovanni Ribisi eigi að leika í Contraband. Að öllum líkindum er það þó hlutverk Steingríms sem Ingvar E. Sigurðsson rúllaði upp í íslensku útgáfunni. Þokkadísir Kate Beckinsale verður hin ameríska Íris, eiginkona smyglarans Kristófers sem lendir í miklum hremmingum. Það var Lilja Nótt sem lék hana í kvikmynd Óskars Jónassonar. Tilviljun? Baltasar Kormákur lék smyglarann Kristófer í Reykjavíkur Rotterdam. Nú er það kyntröllið Mark Wahlberg.
Lífið Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira