Endurkoma Eminem fullkomnuð 3. desember 2010 10:00 Mikið um dýrðir LL Cool J var kynnir á tilnefningarhátíð Grammy-verðlaunanna sem sýnd var í beinni útsendingu á CBS-sjónvarpsstöðinni og bregður hér á leik ásamt spjallaþáttastjórnandum Craig Ferguson. Marshall Mathers eða Eminem er tilnefndur til tíu Grammy-verðlauna og verður að teljast sigurstranglegur í nánast öllum flokkum. Ungstirnið Justin Bieber á sigurinn vísan í nýliðavalinu. Mikið var um dýrðir þegar tilnefningar til Grammy-verðlauna voru tilkynntar í beinni útsendingu CBS-sjónvarpsstöðvarinnar frá sérstökum Grammy-tónleikum. Listamenn á borð við Katy Perry tróðu upp en rapparinn fyrrverandi og núverandi leikarinn, LL Cool J, var kynnir kvöldsins. Sem var við hæfi því annar rappari, Eminem, var stjarna kvöldsins. Eminem er tilnefndur til tíu Grammy-verðlauna, þar á meðal fyrir plötuna Recovery og lagið Love the Way You Lie sem hann syngur ásamt Rihönnu. Endurkoman er Eminem bæði sæt og söguleg því tíu ár eru liðin síðan hann sigraði heiminn með Marshall Mathers LP og slagarann The Real Slim Shady. Eminem er ekki eini listamaðurinn sem getur borið höfuðið hátt eftir að tilnefningarnar voru kunngjörðar. Nýliðinn Bruno Mars getur til að mynda vel við unað en hann fékk sjö tilnefningar og stórstjörnur á borð við Lady Gaga og Jay-Z voru tilnefndar til sex verðlauna, Jay-Z meðal annars fyrir hið frábæra lag Empire State of Mind sem hann syngur ásamt Aliciu Keys. Í þessum hópi er einnig kántrítríóið Lady Antebellum sem hefur selt yfir þrjár milljónir eintaka af plötu sinni Need You Now. Meðal þeirra sem hlutu fimm tilnefningar má nefna gítarhetjuna Jeff Beck, rapparann B.o.B og sálargoðsögnina John Legend. Athygli vekur að rokkdúóið The Black Keys fékk fjórar tilnefningar fyrir sína sjöttu plötu Brothers en hingað til hefur sveitin ekki verið áberandi á Grammy-hátíðinni. Nýliðavalið hefur verið spennandi undanfarin ár en flestir eru sannfærðir um að undrabarnið og táningsskrímslið Justin Bieber verði hlutskarpastur. Hvað verður kemur í ljós 13. febrúar þegar Grammy-verðlaunin verða afhent á heimavelli Los Angeles Lakers í Staples Center. freyrgigja@frettabladid.is Sigurvegari Eminem snýr aftur með stæl, hann er tilnefndur til tíu Grammy-verðlauna. Meðal þeirra sem tróðu upp á Grammy voru Katy Perry og Stevie Wonder. Vinsælt tríó Lady Antebellum hefur tekið ameríska kántrímarkaðinn með trompi en tríóið eru tilnefnt til sex Grammy-verðlauna. Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
Marshall Mathers eða Eminem er tilnefndur til tíu Grammy-verðlauna og verður að teljast sigurstranglegur í nánast öllum flokkum. Ungstirnið Justin Bieber á sigurinn vísan í nýliðavalinu. Mikið var um dýrðir þegar tilnefningar til Grammy-verðlauna voru tilkynntar í beinni útsendingu CBS-sjónvarpsstöðvarinnar frá sérstökum Grammy-tónleikum. Listamenn á borð við Katy Perry tróðu upp en rapparinn fyrrverandi og núverandi leikarinn, LL Cool J, var kynnir kvöldsins. Sem var við hæfi því annar rappari, Eminem, var stjarna kvöldsins. Eminem er tilnefndur til tíu Grammy-verðlauna, þar á meðal fyrir plötuna Recovery og lagið Love the Way You Lie sem hann syngur ásamt Rihönnu. Endurkoman er Eminem bæði sæt og söguleg því tíu ár eru liðin síðan hann sigraði heiminn með Marshall Mathers LP og slagarann The Real Slim Shady. Eminem er ekki eini listamaðurinn sem getur borið höfuðið hátt eftir að tilnefningarnar voru kunngjörðar. Nýliðinn Bruno Mars getur til að mynda vel við unað en hann fékk sjö tilnefningar og stórstjörnur á borð við Lady Gaga og Jay-Z voru tilnefndar til sex verðlauna, Jay-Z meðal annars fyrir hið frábæra lag Empire State of Mind sem hann syngur ásamt Aliciu Keys. Í þessum hópi er einnig kántrítríóið Lady Antebellum sem hefur selt yfir þrjár milljónir eintaka af plötu sinni Need You Now. Meðal þeirra sem hlutu fimm tilnefningar má nefna gítarhetjuna Jeff Beck, rapparann B.o.B og sálargoðsögnina John Legend. Athygli vekur að rokkdúóið The Black Keys fékk fjórar tilnefningar fyrir sína sjöttu plötu Brothers en hingað til hefur sveitin ekki verið áberandi á Grammy-hátíðinni. Nýliðavalið hefur verið spennandi undanfarin ár en flestir eru sannfærðir um að undrabarnið og táningsskrímslið Justin Bieber verði hlutskarpastur. Hvað verður kemur í ljós 13. febrúar þegar Grammy-verðlaunin verða afhent á heimavelli Los Angeles Lakers í Staples Center. freyrgigja@frettabladid.is Sigurvegari Eminem snýr aftur með stæl, hann er tilnefndur til tíu Grammy-verðlauna. Meðal þeirra sem tróðu upp á Grammy voru Katy Perry og Stevie Wonder. Vinsælt tríó Lady Antebellum hefur tekið ameríska kántrímarkaðinn með trompi en tríóið eru tilnefnt til sex Grammy-verðlauna.
Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira